Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 11:41 Kfir Bibas var níu mánaða þegar honum og fjölskyldu hans var rænt. AP Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31
Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01