Handbolti

Gríðar­leg spenna á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá FH í kvöld.
Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá FH í kvöld. Vísir/Anton Brink

Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

Fram gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann ÍR með 16 marka mun, lokatölur 41-25. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur í liði Fram með átta mörk í jafn mörgum skotum. Arnór Máni Daðason varði 11 skot í markinu. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason markahæstur með 10 mörk á meðan Ólafur Rafn Gíslason varði 12 skot í markinu.

FH lagði Gróttu í Kaplakrika, lokatölur 27-23. Garðar Ingi Sindrason var markahæstur hjá FH með átta mörk. Daníel Freyr Andrésson varði þá 11 skot í markinu. Jón Ómar Gíslason var markahæstur hjá Gróttu með sjö mörk. Magnús Gunnar Karlsson varði 17 skot í marki gestanna.

Á Hlíðarenda vann Valur tíu marka sigur á Fjölni, 35-25 lokatölur. Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur með sjö mörk og Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í markinu. Hjá Fjölni var Björgvin Páll Rúnarsson markahæstur með sjö mörk og Bergur Bjartmarsson varði sjö skot.

Í Vestmannaeyjum gerðu ÍBV og Afturelding jafntefli, 35-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson og Daniel Esteves Vieira voru markahæstir hjá ÍBV með átta mörk hvor. Í markinu varði Petar Jokanovic 12 skot.

Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 10 mörk. Í markinu vörðu þeir Brynjar Vignir Sigurjónsson og Einar Baldvin Baldvinsson samtals átta skot.

Stöðuna í deildinni má sjá á vef HSÍ en ÍR og Fjölnir eru í fallsætum þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×