Innlent

Skóla­meistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla.
Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. Stöð 2

Skólameistari eins framhaldsskólanna sem eru á leið í verkfall að óbreyttu á miðnætti segist ganga út frá því að kennarar leggi niður störf. Það eina sem gæti afstýrt því á þessum tímapunkti sé að deiluaðilar nái saman.

Líkt og fram hefur komið hefur Samband íslenskra sveitarfélaga óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Kennarar samþykktu að bera tillöguna undir félagsmenn sína í dag. Verkföll í fimm framhaldsskólum hefjast að óbreyttu á morgun.

Fresturinn er háður samþykki kennara en Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari gerir ekki athugasemd við að veita sveitarfélögunum frest.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í stjórnendur Kennarasambandsins eða fulltrúa samninganefndar ríkisins. Upplýsingafulltrúa KÍ hafa ekki borist neinar upplýsingar en skólameistari Borgarholtsskóla segist lítið geta afstýrt verkföllum að svo búnu.

„Ef að ekkert heyrist þá er í raun og veru verkfall hafið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Það eina sem gæti afstýrt verkföllum væri það að samningsaðilar nái saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×