Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2025 07:00 Bibas fjölskyldan var tekin til fanga af Hamas 7. október 2023. epa/Abir Sultan Komið hefur í ljós að óþekkt lík var meðal þeirra fjögurra sem Hamas-samtökin skiluðu Ísraelum í gær. Líkum Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslunum sem Hamas tóku til fanga 7. október 2023, voru afhent í gær en rannsókn leiddi í ljós að móður þeirra vantaði. Samið hafði verið um að Hamas afhenti líkamsleifar Shiri Bibas og barna hennar en samkvæmt Ísraelsher leiddu athuganir í ljós að líkið sem var sagt vera af Shiri var í raun óþekktur einstaklingur. Umrætt lík virðist ekki passa við neinn á lista stjórnvalda yfir gísla í haldi Hamas. Herinn segir þetta alvarlegt brot gegn hinu brothætta vopnahléssamkomulagi sem nú er í gildi og hafa krafist þess að Hamas skili líkamsleifum Shiri og öllum öðrum gíslum sem enn eru í haldi. Fjölskyldu Shiri var greint frá stöðu mála í gær, meðal annars eiginmanni hennar Yarden, sem var látinn laus fyrr í mánuðinum. Yarden vissi ekki að eiginkona hans og börn hefðu verið tekin né að þau væru látin. Fjórði einstaklingurinn sem Hamas afhentu látinn í gær var hinn 85 ára Oded Lifshitz. Adam Boehler, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði um tíðindin á CNN í gær að um væri að ræða hræðilegt og klárt brot á vopnahléssamkomulaginu. „Ef ég væri þeir myndi ég láta alla lausa, annars eru þeir að horfa fram á allsherjartortímingu,“ sagði Boehler. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fyrirskipaði árásir gegn „hryðjuverkamiðstöðum“ á Vesturbakkanum í gær, eftir að sprengjur sprungu í þremur rútum sem hafði verið lagt í borginni Bat Yam. Engan virðist hafa sakað. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Samið hafði verið um að Hamas afhenti líkamsleifar Shiri Bibas og barna hennar en samkvæmt Ísraelsher leiddu athuganir í ljós að líkið sem var sagt vera af Shiri var í raun óþekktur einstaklingur. Umrætt lík virðist ekki passa við neinn á lista stjórnvalda yfir gísla í haldi Hamas. Herinn segir þetta alvarlegt brot gegn hinu brothætta vopnahléssamkomulagi sem nú er í gildi og hafa krafist þess að Hamas skili líkamsleifum Shiri og öllum öðrum gíslum sem enn eru í haldi. Fjölskyldu Shiri var greint frá stöðu mála í gær, meðal annars eiginmanni hennar Yarden, sem var látinn laus fyrr í mánuðinum. Yarden vissi ekki að eiginkona hans og börn hefðu verið tekin né að þau væru látin. Fjórði einstaklingurinn sem Hamas afhentu látinn í gær var hinn 85 ára Oded Lifshitz. Adam Boehler, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði um tíðindin á CNN í gær að um væri að ræða hræðilegt og klárt brot á vopnahléssamkomulaginu. „Ef ég væri þeir myndi ég láta alla lausa, annars eru þeir að horfa fram á allsherjartortímingu,“ sagði Boehler. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, fyrirskipaði árásir gegn „hryðjuverkamiðstöðum“ á Vesturbakkanum í gær, eftir að sprengjur sprungu í þremur rútum sem hafði verið lagt í borginni Bat Yam. Engan virðist hafa sakað.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira