Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 10:47 Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Heilbrigðismál Matur Grunnskólar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar. Í Matarstefnu Reykjavíkurborgar frá 2018-2022 var sett fram markmið um að maturinn væri framleiddur í nærumhverfi neytandans. Mælikvarðinn á árangur var það hlutfall matargesta sem fengi mat sem framleiddur væri á starfsstað þeirra, á vegum Reykjavíkurborgar, og stefnt var á að hækka það hlutfall. Þvert á þetta markmið höfum við orðið þess vör að stefna borgarinnar undanfarin ár sé að ráða ekki fagmenntaða einstaklinga í eldhús leik- og grunnskóla í stað þeirra sem hætta þar störfum, heldur færa framleiðslu matarins yfir í miðlæg eldhús. Þar þarf eðlilega að framleiða matinn mörgum klukkutímum áður en hans er neytt. Þessari þróun höfum við miklar áhyggjur af. Aðkeyptur matur hefur reynst bæði óhentugur og óhagkvæmur. Maturinn er oft gjörunninn, sem hefur áhrif á gæði og næringargildi hans. Yfirleitt er í innihaldi hans umframmagn af ráðlögðum skammti af salti og sykri, auk þess sem hann inniheldur oft á tíðum aukaefni sem geta verið skaðleg heilsu barna. Matur barnanna á að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um næringu barna, en aðkeyptur matur gerir það ekki, sem glöggt má sjá þegar skoðaðir eru matseðlar þjónustuaðila í þessum geira. Auk þess stuðlar aðkeyptur matur að matarsóun, þar sem börnunum finnst maturinn oft ólystugur og vilja ekki borða hann, loks þegar hann er borin á borð. Matarnýtni er betri þar sem tenging á milli eldhúss og neytenda er meiri og því auðveldara að aðlaga það magn sem eldað er eftir fjölda og nýta afganga betur þar sem eldhús er á staðnum. Bæði er tiltekið í Matarstefnunni 2018-2022 að unnið skuli gegn matarsóun í borginni. Þá er eitt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna það að vinna gegn matarsóun, þar sem það hefur í för með sér slæm áhrif á umhverfið, er sóun á auðlindum og kostar fé. Mikilvægi þess að fagþekking sé til staðar í eldhúsum leik- og grunnskóla hefur nýlega sýnt sig í íslensku samfélagi þegar í ljós komu afleiðingar þess að alvarleg mistök áttu sér stað í eldhúsi í leikskóla í borginni, sem meðal annars mátti rekja til skorts á fagmenntun. Það að flytja for eldaðan mat langa vegalengd teljum við ekki til þess fallið að auka matvælaöryggi. Við teljum að besta lausnin sé að ráða fagmenntað starfsfólk í störf í eldhúsum á leik- og grunnskólum, sem eru sérfræðingar í heilnæmum og næringarríkum mat. Það getur tryggt að maturinn sé heilsusamlegur, bragðgóður, stuðli að betri matarmenntun barna og eldaður í réttu magni. En til þess að svo geti orðið þarf að horfa til þeirra launa sem í boði eru fyrir fagfólk í matreiðslu í leik- og grunnskólum, sem eru of lág. Orðrétt kemur fram í áðurnefndri Matarstefnu: „Matur á að vera mikilvægur þáttur í menntun barna og starfsemi skóla í Reykjavík, í gegnum mat er hægt að læra og vel nærð börn eiga þar fyrir utan betur með að læra í hinum hefðbundnu námsgreinum.“ Við, undirrituð, tökum undir það og teljum að farsælast sé að matarmenntun barna sé í höndum þeirra sem hafa fagþekkingu og færni til að útbúa næringarríkan og vandaðan mat. Við skorum á stjórnendur og yfirvöld í Reykjavíkurborg að endurskoða núverandi stefnu og tryggja að leik- og grunnskólar ráði fagmenntað starfsfólk í þessi mikilvægu störf. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja að börnin fái staðgóða næringu til að vaxa, þroskast og ná sínum besta árangri bæði í skólanum og í lífinu almennt. Við áréttum að matvælaöryggi, heilsa og vellíðan barna eiga að vera forgangsatriði, og matreiðsla í skólaumhverfi er stórt skref í áttina að betra, umhverfisvænna og heilbrigðara samfélagi. F.h. foreldraráða Brekkuborgar, Funaborgar, Engjaborgar, Klettaborgar, Fífuborgar, Sunnufoldar og ungbarnaleikskólans Ársólar. Höfundur er í foreldraráði Brekkuborgar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun