Asensio hetjan í endur­komu Villa

Smári Jökull Jónsson skrifar
Marcos Asensio var hetja Villa í dag.
Marcos Asensio var hetja Villa í dag. Vísir/Getty

Lánsmennirnir Marcus Rashford og Marco Asensio voru í lykilhlutverkum þegar Aston Villa vann góðan 2-1 sigur á Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa er nú aðeins stigi á eftir Chelsea í deildinni.

Chelsea náði forystunni snemma í leiknum í dag. Argentínumaðurinn Enzo Fernandez skoraði strax á 9. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu Pedro Neto. 

Lánsmennirnir sneru leiknum við

Bæði lið áttu tækifæri í fyrri hálfleiknum en Chelsea var þó sterkari aðilinn. Aston Villa var í vandræðum að skapa sér alvöru færi og Unai Emery gerði breytingu að honum loknum þegar Marcus Rashford kom inn í stað Jacob Ramsey.

Rashford var ekki lengi að þakka traustið. Hann lagði upp mark fyrir Marco Asensio á 57. mínútu þegar hann fékk sendingu á fjærstöngina og kom boltanum fyrir markið þar sem Asensio var mættur og potaði boltanum í netið.

Þeir Rashford og Asensio komu báðir á láni til Aston Villa í janúarmánuði, Rashford frá Manchester United og Asensio frá PSG.

Eftir þetta áttu bæði lið sínar sóknir. Cole Palmer fékk gott tækifæri þegar Emilio Martinez fór í skógarferð en Ezri Konsa náði þá að bjarga skoti Palmer nánast á marklínunni.

Síðustu mínúturnar voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn. Chelsea lagðist til baka og átti tækifæri á skyndisóknum sem þeir nýttu ekki nægilega vel.

Leikmenn Chelsea voru svekktir með niðurstöðuna í dag.Vísir/Getty

Á 90. mínútu kom sigurmarkið. Aston Villa tók þá stutt horn og fyrirgjöf Rashford rataði beint á Asensio og skot hans fór einhvern veginn undir Filip Jörgensen í marki Chelsea og endaði í netinu. Hræðileg mistök Danans og Aston Villa komið með forystuna.

Chelsea tókst ekki að nýta síðustu mínúturnar til að finna jöfnunarmark. Aston Villa vann 2-1 sigur og er nú aðeins einu stigi á eftir Chelsea í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira