Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar 22. febrúar 2025 08:04 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Hún hefur farið með ýmis hlutverk í okkar lífi, kennari, leiðbeinandi, yfirmaður og vinkona. Það sem dró okkur að henni sem hinsegin aktívistar var áhersla hennar á inngildingu, bæði í háskólanum og í samfélaginu öllu. Við, sem erum bæði kynsegin, fundum fyrir hversu velkomin við vorum inn í hennar kennslustofu frá fyrsta degi. Í hennar augum stungum við ekki í stúf sem tvö af örfáum kynsegin nemendum í 14.000 nemenda skóla. Þess þá heldur tók hún okkur sem sjálfsögðum hluta af skólasamfélaginu. Silju er annt um að fólk úr öllum kimum samfélagsins hafi aðgang að námi og finnist það tilheyra innan veggja skólans. Í stað þess að leyfa einsleitni að viðgangast innan háskólasamfélagsins hefur hún lagt áherslu á að lyfta jaðarsettum röddum og veita þeim hljómgrunn. Þar með stuðlar hún að jafnrétti, sem er ein af megin áherslum hennar í rektorsframboði. Í öllum þeim hlutverkum sem Silja Bára hefur gegnt í lífum okkar hefur hún verið bæði aðgengileg og lausnamiðuð. Það skiptir ekki máli hvaða vandamál við leggjum fyrir hana, hún er öll að vilja gerð til að aðstoða okkur í gegnum þau. Hún hlustar, ráðleggur og styður. Silja Bára virkar sem drifkraftur til að takast á við erfið verkefni og gerir þau yfirstíganleg. Silja Bára heitir því að efla sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda, sem brýn þörf er á. Á síðasta skólaári voru einungis tvö stöðugildi sálfræðinga í HÍ þegar mest var en 14.000 nemendur. Það svarar ekki eftirspurn. Rannsókn frá árinu 2017 um háskólanemendur á Íslandi sýndi að rúm 34% stúdenta vorum með klínísk þunglyndiseinkenni og tæp 20% kvíðaeinkenni (Andri Hauksteinn Oddsson, 2017). Á þessum átta árum síðan rannsóknin var framkvæmd hefur andleg heilsa Íslendinga farið hrakandi, svo hægt er að álykta að tölurnar hafi hækkað. Einkarekin sálfræðiþjónusta er kostnaður sem margir stúdentar geta ekki leyft sér, þar sem stór hluti þeirra hafa ekki mikið á milli handanna. Stúdentar eiga ekki að þurfa að velja á milli andlegrar heilsu og menntunar. Aukin sálfræði- og félagsráðgjöf til nemenda er því aðgengismál. Betri möguleikar til fjarnáms innan háskólans er annað aðgengismál sem Silja Bára lætur sig varða. Háskóli Íslands á að vera háskóli fyrir öll. Þar með talið þau sem ekki eru búsett á höfuðborgarsvæðinu eða þau sem ekki komast í staðtíma vegna fjölskylduhaga, atvinnu eða fötlunar. Þegar fjarnám er valkostur sjá fleiri sér mögulegt að stunda nám. Við höfum trú á því að Silja Bára í embætti rektors Háskóla Íslands muni gera stórkostlega hluti og leiða skólann af sannkallaðri list. Því hvetjum við starfsfólk og nemendur HÍ eindregið til að kjósa Silju Báru í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundar greinarinnar eru stjórnmálafræðingar og fyrrum nemendur Silju Báru.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun