Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 15:01 Taska sem innihélt skotvopn fannst á syllu á þaki Laugalækjarskóla fyrir rúmri viku. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Laugalækjarskóla hefur tilkynnt forráðamönnum barna við skólann að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist ókunnugur fullorðinn maður kasta tösku upp á syllu á þaki skólans, um klukkan 16 á fimmtudag síðustu viku. Í töskunni hafi skotvopnið verið, sem nemendur skólans fundu. Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin. Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Talsverða furðu vakti á föstudag í síðustu viku þegar greint var frá því að skotvopn hefði fundist á þaki Laugalækjarskóla kvöldið áður. Þar voru nemendur skólans á ferð uppi á þakinu. Jón Páll Haraldsson, skólastjóri skólans, sagði þá að allt skólasamfélagið væri í áfalli vegna málsins. Inn og út á tveimur mínútum Í tölvubréfi sem Jón Páll sendi forráðamönnum barna í skólanum í dag, og Vísir hefur undir höndum, segir hann að með leyfi lögreglunnar vilji hann upplýsa nánar um atburðarásina. Hann segir að við rannsókn máls hafi að ósk lögreglu verið farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum skólans. „Á upptöku sást ókunnugur fullorðinn einstaklingur koma gangandi inn á skólalóðina um kl. 16, fimmtudaginn í sl. viku. Undir hendinni hafði hann lokaða tösku, sem í fyrstu virtist ekki mjög áberandi. Hann gekk hraðan hring um skólahúsið og virtist skimandi í kringum sig. Á leiðinni rekur hann augun í syllu á þaki nýjustu byggingarinnar, syllu sem er yfir skólaeldhúsinu næst fótboltavellinum. Þangað upp kastar hann töskunni sem geymdi byssuna og gekk svo í burtu.“ Allt þetta hafi tekið manninn innan við tvær mínútur. Á þessum stað hafi tíundu bekkingar í skólanum fundið byssuna seint sama fimmtudagskvöld og hringt sjálfir í lögreglu. Grunaður einstaklingur hafi svo verið handtekinn undir kvöldmat á föstudaginn. Þakkar fyrir að yngri börn hafi ekki fundið byssuna Jón Páll segir þrennt sem hann geti ekki fullþakkað í málinu. Í fyrsta lagi þakkar hann fyrir rétt viðbrögð strákanna í tíunda bekk sem fundu byssuna og að það hafi verið þeir en ekki einhver yngri börn sem fundu byssuna. Í öðru lagi skilvirk vinnubrögð lögreglu og í þriðja lagi tilvist öryggsmyndavéla við skólann, bæði til að leysa úr málum sem þessum en líka til að hreinsa ungmenni af öllum grun um eitthvað misjafnt. „Ég tek þó fram að í þessu tiltekna máli féll aldrei neinn grunur á ungmenni.“ Þess megi í leiðinni geta að skólahúsnæðið sé vaktað með fimmtán öryggismyndavélum. Ellefu þeirra séu utandyra en fjórar séu staðsettar í anddyrum nemenda, rétt fyrir innan innganga í húsin.
Skóla- og menntamál Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Tengdar fréttir Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14. febrúar 2025 11:53