Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 13:55 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar sveitarfélaga segir stjórnina hafa verið einhuga í afstöðu sinni til innanhússtillögunnar. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. Magnús Þór Jónsson formaður KÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að honum væri það orðið ljóst að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í stjórn SÍS hafi sett sig upp á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Þetta sagði hann eftir að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður SÍS, greindi frá að hún hefði stutt tillöguna. SÍS hafnaði innanhústillögu ríkissáttasemjara á síðustu stundu í hádeginu í gær eftir að kennarar höfðu samþykkt hana. Fram kom í tilkynningu frá sambandinu að málið hafi strandað á forsenduákvæði og hækkun umfram 22% á samningstímanum. „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur. Við erum að fjárfesta gríðarlega mikið í þessum samningi og viljum tryggja það að kennarar standi við sinn hluta út samningstímabilið,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég ræð ekkert yfir þeim“ Kennarar gengu margir út úr kennslustofum á hádegi í gær eftir að afstaða SÍS lá fyrir. „Það er auðvitað leitt en ég ræð ekkert yfir þeim,“ segir Inga Rún. Sveitarfélögin og kennarar hafi aldrei verið nær því að semja. Ekki miklu muni á milli. „Það er margt í þessari tillögu sem við erum mjög sátt við og kennarar eru líka mjög sáttir við. Ég held það sé ekki mjög langt á milli okkar. En það þarf að greiða úr þessum hnút sem út af stendur og þá vona ég að við getum klárað þetta.“ Ekki orðið vör við pólitík Hún segir ekki marga innan stjórnar hafa stutt tillöguna en segist ekki geta sagt hvað þeir voru margir. „Stjórnin greiðir atkvæði um svona tillögur í einu lagi. Annað hvort samþykkir stjórnin eða hafnar. Ég get ekki uppljóstrað um það hvernig það er en það var mikill einhugur í stjórninni um að fella þessa tillögu,“ segir Inga. Formaður KÍ heldur því fram að þetta sé pólitískt og það séu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem leggist gegn því að semja við kennara til að koma höggi á nýja ríkisstjórn. Er eitthvað til í þessu? „Ég hef ekki orðið vör við þetta og þó er ég að vinna með þessu fólki alla daga. Ég hef ekki orðið vör við þetta og það hefur ekki komið fram í störfum stjórnar.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Grunnskólar Leikskólar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Magnús Þór Jónsson formaður KÍ sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að honum væri það orðið ljóst að fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í stjórn SÍS hafi sett sig upp á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Þetta sagði hann eftir að Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður SÍS, greindi frá að hún hefði stutt tillöguna. SÍS hafnaði innanhústillögu ríkissáttasemjara á síðustu stundu í hádeginu í gær eftir að kennarar höfðu samþykkt hana. Fram kom í tilkynningu frá sambandinu að málið hafi strandað á forsenduákvæði og hækkun umfram 22% á samningstímanum. „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur. Við erum að fjárfesta gríðarlega mikið í þessum samningi og viljum tryggja það að kennarar standi við sinn hluta út samningstímabilið,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir í samtali við fréttastofu. „Ég ræð ekkert yfir þeim“ Kennarar gengu margir út úr kennslustofum á hádegi í gær eftir að afstaða SÍS lá fyrir. „Það er auðvitað leitt en ég ræð ekkert yfir þeim,“ segir Inga Rún. Sveitarfélögin og kennarar hafi aldrei verið nær því að semja. Ekki miklu muni á milli. „Það er margt í þessari tillögu sem við erum mjög sátt við og kennarar eru líka mjög sáttir við. Ég held það sé ekki mjög langt á milli okkar. En það þarf að greiða úr þessum hnút sem út af stendur og þá vona ég að við getum klárað þetta.“ Ekki orðið vör við pólitík Hún segir ekki marga innan stjórnar hafa stutt tillöguna en segist ekki geta sagt hvað þeir voru margir. „Stjórnin greiðir atkvæði um svona tillögur í einu lagi. Annað hvort samþykkir stjórnin eða hafnar. Ég get ekki uppljóstrað um það hvernig það er en það var mikill einhugur í stjórninni um að fella þessa tillögu,“ segir Inga. Formaður KÍ heldur því fram að þetta sé pólitískt og það séu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem leggist gegn því að semja við kennara til að koma höggi á nýja ríkisstjórn. Er eitthvað til í þessu? „Ég hef ekki orðið vör við þetta og þó er ég að vinna með þessu fólki alla daga. Ég hef ekki orðið vör við þetta og það hefur ekki komið fram í störfum stjórnar.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Grunnskólar Leikskólar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02 Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03 Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. 21. febrúar 2025 23:02
Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. 21. febrúar 2025 20:03
Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags. 21. febrúar 2025 18:00