Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2025 17:02 Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir 9 árum gerðu opinberir starfmenn samning við ríkið og sveitarfélög um skerðingu lífeyrisréttinda gegn jöfnun launa á milli markaða. Á þessum tíma hefur lítið áunnist og oftar en ekki lítill áhugi verið á því af hendi viðsemjenda okkar að fara í þessa vegferð. Það er því ekki skrýtið að við kennarar gerum kröfu um að hægt sé að segja upp samningnum ef ekki verður staðið við hann á tímabilinu. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir í viðtali við Vísi í dag 22. febrúar 2025: „Það er fyrst og fremst þetta forsenduákvæði sem stendur í okkur“. Við kennarar erum tilbúin að vinna þetta verkefni og ef Samband íslenskra sveitarfélaga er til í að vinna verkefnið af heilindum þá þurfa þau ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er verulega slæmt þegar starfsfólk treystir ekki atvinnurekendum sínum og þannig er nú komið fyrir okkur kennurum. Út um allt land eru kennarar að hugsa um næstu skref sín. Einar Þorsteinsson - í október síðastliðinn boðaðir þú formenn kennarafélaganna í Reykjavík á fund þar sem þú baðst afsökunar á ummælum þínum um kennara á fundi Sambands íslenskra sveitafélaga. Þá sagði ég reyndar að við í leikskólanum værum löngu hætt að láta fólk segja fyrirgefðu, það þyrfti að sýna í verki að það iðraðist. Nú gefum við ykkur Hildi Björnsdóttur tækifæri til þess að koma fram af heilindum og gera grein fyrir atkvæði ykkar í atkvæðagreiðslunni síðastliðinn föstudag eða hafið þið enga sómakennd? Höfundur er formaður 1. deildar Félags leikskólakennara í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar