Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:01 Eir Chang Hlésdóttir vann tvær greinar á Meistaramótinu í gær og Ísold Sævarsdóttir, til vinstri, bætti sig í tveimur greinum. FRÍ Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í gær en þar var sett eitt aldursflokkamet og alls voru þrjátíu persónulegar bætingar. Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira