Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 10:30 Ángel Di María með heimsbikarinn í höndunum og Lionel Messi sér við hlið eftir að Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Katar 2022. Getty/Gustavo Pagano Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María var ásamt Lionel Messi í þeirri kynslóð argentínska landsliðsins sem beið og beið eftir stórum titli. Það tók líka á og biðin varð mjög löng. Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María. Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Di María vann loksins Copa América árið 2021 og svo heimsmeistaratitilinn árið eftir. Það létti gríðarlega pressu af öllum í hópnum að vinna loksins stóran titil eftir að hafa þremur úrslitaleikjum fram að því. Argentínska landsliðið tapaði úrslitaleik HM 2014 og tveimur úrslitaleikjum í Copa América. Di María sagði frá leyndarmáli tengdum þessum súru tapleikjum. „Ég er enn á lyfjum vegna þessara tapleikja,“ sagði Ángel Di María í viðtali við Infobae en ESPN segir frá. „Ég náði að minnka skammtinn og mér líður miklu betur en þetta líka ávanabindandi. Svona töp fylgja þér alla tíð og setja sitt mark á þig,“ sagði Di María. Di María átti heldur betur þátt í því þegar titlarnir komu loksins í hús. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Copa América árið 2021 og fyrsta markið í úrslitaleik HM 2022. Angel Di Maria sést hér mjög svekktur eftir tap á móti Frökkum í sextán liða úrslitum HM í Rússlandi 2018.Getty/Robbie Jay Barratt Finnur til með fyrrum liðsfélögum Hann segist finna til með mörgum af liðsfélögum hans í argentínska landsliðinu sem náðu aldrei að vinna titil. „Hver man eftir strákunum sem komust í úrslitaleik HM en unnu ekki? Eflaust mjög fáir sem mér finnst ósanngjarnt. Hver er að tala um þessa stráka? Enginn. Mjög fáir geta sagt þér hverjir spiluðu. Ég hef sagt það mörgum sinnum síðan að ég varð heimsmeistari og síðan við unnum Suðurameríkukeppnina. Ég sagði alltaf að kynslóðin á undan okkur átti líka þakkir skildar og þeir áttu þátt í því að við unnum loksins,“ sagði Di María. Hinn 37 ára gamli Di María hætti í landsliðinu eftir sigur í Copa Ameríca í fyrra og sér ekki eftir því. Hann skoraði 31 mark í 145 landsleikjum. Dreymir um annað hlutverk hjá landsliðinu „Ég var þarna í sextán ár og þetta var eins og að vera hluti af félagsliði. Það er erfitt að hætta en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Auðvitað freistar þetta manns af því að þetta er landsliðið. Ég náði aftur á móti að afreka allt sem ég vildi. Ég endaði þetta eins og ég vildi enda þetta. Ég vonast síðan til þess að vera hluti af landsliðinu aftur en bara í öðru hlutverki,“ sagði Di María.
Fótbolti Copa América HM 2022 í Katar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira