Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 17:33 Eir ánægð eftir að hafa slegið Íslandsmetið í 200 metra hlaupi. Heimasíða FRÍ Seinni dagur Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll í dag. Eitt Íslandsmet var slegið en fyrra metið var sett árið 2004. Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss í dag þegar hún kom í mark á 23,69 sekúndum. Bætti hún Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu sekúndubrot. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. Stigahæsta afrekið karlamegin var 60 metra grindahlaup Þorleifs Einars Leifssonar úr Breiðabliki en hann kom í mark á 8,08 sekúndum og varð fyrstur. ÍR varð sigurvegari Meistaramótsins í karlaflokki og hlaut 22 stig, Fjölnir varð í öðru sæti með 18 stig og Breiðablik í því þriðja með 13 stig. FH vann kvennamegin og hlaut 34 stig, ÍR varð í öðru sæti með 27 stig og Fjölnir hlaut 13 stig í þriðja sæti. Irma Gunnarsdóttir var aðeins fimm sentimetrum frá Íslandsmeti sínu í þrístökki en hún stökk lengst 13,31 metra og voru öll stökk hennar í keppninni yfir 13 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir slót mótsmetið í kúluvarpi með kasti upp á 17,41 metra Samantekt FRÍ Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 200 m hlaup kvenna á hvorki meira né minna en nýju og glæsilegu Íslandsmeti, en hún hljóp á 23,69 sek og bætti eldra Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 um 10 sekúndubrot. Þessi tími er einnig mótsmet. Glæsilegur árangur hjá henni Eir. Önnur, á góðu persónulegu meti var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 25,13 sek, en hennar besti tími var 25,41 sek frá því á MÍ 15-22 ára um síðustu helgi og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á tímanum 25,21 sek. Það var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) sem sigraði 200 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 22,18 sek, sem er persónuleg bætin innanhúss en hans besti tími var 22,29 sek frá því í mars í fyrra. Annar var Sæmundur Ólafsson (ÍR) á tímanum 22,40 sek. og Aron Ingi Sævarsson (FH) var þriðji á persónulegu meti en hann hljóp á tímanum 22,52 sek, sem er bæting um 30 sekúndubrot en hann átti best 22,82 sek frá því í desember sl. Í þrístökki karla var það Guðjón Dunbar Þorsteinsson (Fjölnir) sem sigraði með stökki upp á 14,17 m. Í öðru sæti var Egill Anton Waagfjörð (Katla) en hann stökk 12,66 m. Í stangarstökki kvenna sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir (Fjölnir) en hún stökk 2,83 m, sem er persónuleg bæting um 3 cm. Í öðru sæti var Sara Þórdís Sigurbjörnsdóttir (Fjölnir) sem einnig stökk 2,83 m og í þriðja sæti lenti Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) sem stökk 2,73 m. Guðjón Dunbar Þorsteinsson sigraði hástökk karla með flotta persónulega bætingu, en hann stökk 1,98 m og átti hann virkilega góðar tilrauni á 2 metrana, frábært hástökk hjá Guðjóni. Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) var annar en hann stökk 1,95 og þriðji var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sem stökk 1,92 m. Irma Gunnarsdóttir (FH) sigraði þrístökk kvenna og var aðeins 5 cm frá Íslandsmeti sínu en sigurstökk hennar í dag var 13,31 cm, en stökksería Irmu var ansi jöfn í dag og voru öll stökkin hennar yfir 13 metra. Önnur var Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) en hún stökk 11,68 m og þriðja var Anna Metta Óskarsdóttir (HSK/SELFOSS) með stökk upp á 11,33 m. Það var Helga Lilja Maack (ÍR) sem sigraði 800 m hlaup kvenna á nýju persónulegu meti en hún hljóp á tímanum 2:17,42 mín, en hennar fyrra met var 2:17,89 frá því í janúar í fyrra. Önnur var Helga Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 2:19,23 mín. og Eyrún Svala Gustavsdóttir (Breiðablik) var þriðja á tímanum 2:52,55 mín. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 800 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 1:56,33 mín. Annar var Fjölnir Brynjarsson (FH) á tímanum 1:56,91 mín. og Leó Örn Þórarinsson (UMFÁ) var þriðji á tímanum 1:58,90 mín. Í kúluvarpi kvenna var það Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sem sigraði, á nýju mótsmeti, með kasti upp á 17,41 m, en Erna áttu mjög jafna kastseríu og voru öll köstin hennar í dag yfir 17 metrana. Í öðru sæti var Hekla Magnúsdóttir (ÍR) en hún kastaði 12,81 m og Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) var í því þriðja með kast upp á 12,32 m. Það var Ísold Sævarsdóttir (FH) sem sigraði 60 m grindahlaup kvenna og hljóp hún á 8,77 sek. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 8,79 sek. og María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) var þriðja á tímanum 8,94 sek. Það vantaði ekki persónulegu metin í 60 m grindahlaupi karla en fyrstu þrír bættu allir sinn persónulega árangur. Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sigraði 60 m grindahlaup karla og hljóp hann á 8,08 sek, en hann átti best 8,25 sek frá því í janúar sl. Annar var Ísak Óli Traustason (UMSS) á tímanum 8,18 sek., en hans besti árangur var 8,25 frá því í febrúar í fyrra og Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) var þriðji á tímanum 8,52 sek, en hans besti tími var 8,53 frá því í janúar sl. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 3000 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 10:10,66 mín. Önnur var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) á tímanum 10:19,48 mín. og Elín Edda Sigurðardóttir (ÍR) var þriðja á tímanum 10:24,38 mín. Það var Arnar Pétursson (Breiðablik) sem sigraði 3000 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 8:46,47mín. Annar, með persónulega bætingu, var Stefán Kári Smárason (FH) á tímanum 8:54,35 mín, en hann átti best 8:55,89 frá því í janúar sl. og þriðj, með persónulega bætingu og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, var Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) á tímanum 9:07,99 mín en fyrra met hans var 9:10,74 frá því á MÍ 15-22 ára um síðustu helgi. í 4×400 m boðhlaupi kvenna var það sveit ÍR sem sigraði á tímanum 3:37,09 mín. Sveit Fjölnis var í öðru sæti á tímanum 4:09,46 mín og sveit FH var í því þriðja á tímanum 4:19,89 mín. í 4×400 m boðhlaupi karla var það einng sveit ÍR sem sigraði á tímanum 3:20,79 mín. Sveit Fjölnis var í öðru sæti á tímanum 3:26,28 mín og sveit FH var í því þriðja á tímanum 3:27,33 mín. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Eir Chang Hlésdóttir gerði sér lítið fyrir og sló met Silju Úlfarsdóttur í 200 metra hlaupi innanhúss í dag þegar hún kom í mark á 23,69 sekúndum. Bætti hún Íslandsmet Silju frá árinu 2004 um tíu sekúndubrot. Auk gullverðlaunanna fékk Eir viðurkenningu fyrir stigahæsta afrek mótsins. Stigahæsta afrekið karlamegin var 60 metra grindahlaup Þorleifs Einars Leifssonar úr Breiðabliki en hann kom í mark á 8,08 sekúndum og varð fyrstur. ÍR varð sigurvegari Meistaramótsins í karlaflokki og hlaut 22 stig, Fjölnir varð í öðru sæti með 18 stig og Breiðablik í því þriðja með 13 stig. FH vann kvennamegin og hlaut 34 stig, ÍR varð í öðru sæti með 27 stig og Fjölnir hlaut 13 stig í þriðja sæti. Irma Gunnarsdóttir var aðeins fimm sentimetrum frá Íslandsmeti sínu í þrístökki en hún stökk lengst 13,31 metra og voru öll stökk hennar í keppninni yfir 13 metra. Erna Sóley Gunnarsdóttir slót mótsmetið í kúluvarpi með kasti upp á 17,41 metra Samantekt FRÍ Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 200 m hlaup kvenna á hvorki meira né minna en nýju og glæsilegu Íslandsmeti, en hún hljóp á 23,69 sek og bætti eldra Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 um 10 sekúndubrot. Þessi tími er einnig mótsmet. Glæsilegur árangur hjá henni Eir. Önnur, á góðu persónulegu meti var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 25,13 sek, en hennar besti tími var 25,41 sek frá því á MÍ 15-22 ára um síðustu helgi og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á tímanum 25,21 sek. Það var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) sem sigraði 200 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 22,18 sek, sem er persónuleg bætin innanhúss en hans besti tími var 22,29 sek frá því í mars í fyrra. Annar var Sæmundur Ólafsson (ÍR) á tímanum 22,40 sek. og Aron Ingi Sævarsson (FH) var þriðji á persónulegu meti en hann hljóp á tímanum 22,52 sek, sem er bæting um 30 sekúndubrot en hann átti best 22,82 sek frá því í desember sl. Í þrístökki karla var það Guðjón Dunbar Þorsteinsson (Fjölnir) sem sigraði með stökki upp á 14,17 m. Í öðru sæti var Egill Anton Waagfjörð (Katla) en hann stökk 12,66 m. Í stangarstökki kvenna sigraði Katrín Tinna Pétursdóttir (Fjölnir) en hún stökk 2,83 m, sem er persónuleg bæting um 3 cm. Í öðru sæti var Sara Þórdís Sigurbjörnsdóttir (Fjölnir) sem einnig stökk 2,83 m og í þriðja sæti lenti Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) sem stökk 2,73 m. Guðjón Dunbar Þorsteinsson sigraði hástökk karla með flotta persónulega bætingu, en hann stökk 1,98 m og átti hann virkilega góðar tilrauni á 2 metrana, frábært hástökk hjá Guðjóni. Ægir Örn Kristjánsson (Breiðablik) var annar en hann stökk 1,95 og þriðji var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sem stökk 1,92 m. Irma Gunnarsdóttir (FH) sigraði þrístökk kvenna og var aðeins 5 cm frá Íslandsmeti sínu en sigurstökk hennar í dag var 13,31 cm, en stökksería Irmu var ansi jöfn í dag og voru öll stökkin hennar yfir 13 metra. Önnur var Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) en hún stökk 11,68 m og þriðja var Anna Metta Óskarsdóttir (HSK/SELFOSS) með stökk upp á 11,33 m. Það var Helga Lilja Maack (ÍR) sem sigraði 800 m hlaup kvenna á nýju persónulegu meti en hún hljóp á tímanum 2:17,42 mín, en hennar fyrra met var 2:17,89 frá því í janúar í fyrra. Önnur var Helga Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 2:19,23 mín. og Eyrún Svala Gustavsdóttir (Breiðablik) var þriðja á tímanum 2:52,55 mín. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 800 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 1:56,33 mín. Annar var Fjölnir Brynjarsson (FH) á tímanum 1:56,91 mín. og Leó Örn Þórarinsson (UMFÁ) var þriðji á tímanum 1:58,90 mín. Í kúluvarpi kvenna var það Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sem sigraði, á nýju mótsmeti, með kasti upp á 17,41 m, en Erna áttu mjög jafna kastseríu og voru öll köstin hennar í dag yfir 17 metrana. Í öðru sæti var Hekla Magnúsdóttir (ÍR) en hún kastaði 12,81 m og Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) var í því þriðja með kast upp á 12,32 m. Það var Ísold Sævarsdóttir (FH) sem sigraði 60 m grindahlaup kvenna og hljóp hún á 8,77 sek. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 8,79 sek. og María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) var þriðja á tímanum 8,94 sek. Það vantaði ekki persónulegu metin í 60 m grindahlaupi karla en fyrstu þrír bættu allir sinn persónulega árangur. Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) sigraði 60 m grindahlaup karla og hljóp hann á 8,08 sek, en hann átti best 8,25 sek frá því í janúar sl. Annar var Ísak Óli Traustason (UMSS) á tímanum 8,18 sek., en hans besti árangur var 8,25 frá því í febrúar í fyrra og Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) var þriðji á tímanum 8,52 sek, en hans besti tími var 8,53 frá því í janúar sl. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 3000 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 10:10,66 mín. Önnur var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) á tímanum 10:19,48 mín. og Elín Edda Sigurðardóttir (ÍR) var þriðja á tímanum 10:24,38 mín. Það var Arnar Pétursson (Breiðablik) sem sigraði 3000 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 8:46,47mín. Annar, með persónulega bætingu, var Stefán Kári Smárason (FH) á tímanum 8:54,35 mín, en hann átti best 8:55,89 frá því í janúar sl. og þriðj, með persónulega bætingu og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, var Sindri Karl Sigurjónsson (UMSB) á tímanum 9:07,99 mín en fyrra met hans var 9:10,74 frá því á MÍ 15-22 ára um síðustu helgi. í 4×400 m boðhlaupi kvenna var það sveit ÍR sem sigraði á tímanum 3:37,09 mín. Sveit Fjölnis var í öðru sæti á tímanum 4:09,46 mín og sveit FH var í því þriðja á tímanum 4:19,89 mín. í 4×400 m boðhlaupi karla var það einng sveit ÍR sem sigraði á tímanum 3:20,79 mín. Sveit Fjölnis var í öðru sæti á tímanum 3:26,28 mín og sveit FH var í því þriðja á tímanum 3:27,33 mín.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira