VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:47 Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum hef ég rakið mikilvægi þess að VR fjalli sérstaklega um áherslumál ungs fólks annars vegar og eldra fólks hins vegar. Síðan erum það við hin sem teljumst hvorki ung né gömul, við sem erum á miðjum aldri! Heimildum ber reyndar alls ekki saman um hvað felst nákvæmlega í því að vera á miðjum aldri, en fólk telst víst ungt allt fram til 35 ára og gjaldgengt í félög eldri borgara um sextugt. Svo líklega má miða við tímabilið þar á milli, þótt fæstir fagni 36 ára afmælisdeginum sínum sem miðaldra! Að öllu gamni slepptu þá er það svo að þegar launafólk nálgast miðjan aldur er algengt að það sé jafnframt komið á hæstu mánaðarlaun sem það hefur yfir ævina. Á þessum aldri eru VR félagar líklegri en ellegar til að flokkast sem millitekjufólk og ættu að geta haft það nokkuð gott. Svo er þó ekki alltaf raunin og í þeim fjölmörgu samtölum sem ég hef átt við VR-félaga undanfarnar vikur hef ég orðið vör við fjárhagsþrengingar hjá fólki sem ætti að vera á þeim stað í tekjustiganum að slíkar áhyggjur væri á undanhaldi. Jafnvel eru dæmi um tveggja fyrirvinnu fjölskyldur með ágæt laun sem lenda samt í erfiðleikum um mánaðamót og þau næstu ef þvottavélin bilar. Það kemur varla óvart að það sem þarna skiptir sköpum er húsnæðiskostnaður. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár að varpa öllum byrðunum af efnahagsástandinu á lántakendur og leigjendur hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Eitt af stærstu viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar er að stöðva þessa reglulegu aðför að launafólki. Skólamáltíðir mikilvægar Eitt sinn voru vaxtabætur hugsaðar sem stuðningur til fólks sem ber háar vaxtagreiðslur en eru í dag líkari fátæktaraðstoð. Reyndar hefur tekjutenging stuðningskerfa á borð við barnabætur og vaxtabætur verið svo mikil að fullvinnandi fólk nýtur sjaldnast fullra réttinda. Því var fagnaðarefni að takast skyldi að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir öll börn í tengslum við síðustu kjarasamninga, sem er aðgerð sem gagnast millitekjuhópum eins og öðrum og vinnur jafnframt gegn fátækt barna og ójöfnuði. Hefðu skólamáltíðirnar verið tekjutengdar er næsta víst að stór hluti VR-félaga hefði orðið af þeim. Fjölskyldumál eru mikilvæg kjaramál og sem formaður og áður varaformaður VR hef ég beitt mér fyrir að vakta sérstaklega auknar álögur á barnafólk, til dæmis í formi hærri leikskólagjalda og skerðinga á þjónustu við börn. Gott samfélag styður við fólk á erfiðari tímum lífsins og foreldrar þurfa stuðning svo þeir geti stutt börnin sín. Öll vorum við einu sinni börn og það er margsýnt að samfélagið á mikið undir því að foreldrar geti veitt börnum sínum umhyggju og alúð. Þar skiptir sköpum að vera frjáls undan fjárhagsáhyggjum. Jafnvægi vinnu og einkalífs Fólk á miðjum aldri er sumt í þeirri stöðu að vera með börn sem þarfnast umhyggju og aldraða foreldra sem þurfa sífellt meiri umönnun. Þetta getur valdið talsverðu álagi og sama má segja ef eitthvað kemur upp á í fjölskyldulífinu, til dæmis að börn breytast í unglinga (getur verið flókið!) eða fjölskyldumeðlimir verða fyrir veikindum eða áföllum. Góðir vinnustaðir veita svigrúm við slíkar aðstæður en það er þó því miður ekki algilt. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er krefjandi list fyrir fjölskyldufólk á miðjum aldri. Fjölmargir VR félagar vinna góð störf og njóta nauðsynlegs sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni þegar á þarf að halda. Svo er þó ekki með alla og enn fremur er það þannig hjá mörgum að aðeins lítið má út af bregða svo að jafnvægið verði að ójafnvægi. Sem dæmi má nefna breytingar á vinnustað, breytingar á fjölskylduhögum eða þegar þarf að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Mörg erum við ekki nema einu fráviki frá því að eiga erfitt með að halda öllum boltum á lofti. Ræktum sálina, jafnt sem líkamann! Innan bæði stjórnar og trúnaðarráðs VR hafa verið reifaðar tillögur um hvort nýta mætti sjúkrasjóð félagsins í forvarnaskyni í meira mæli en gert er nú þegar. Slíkar forvarnir gætu til dæmis verið rausnarlegri endurgreiðsla á sálfræðikostnaði eða frekari aðstoð til að tryggja megi gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þótt flestir geri sér grein fyrir samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu, þá ber enn á ákveðinni tvíhyggju innan heilbrigðiskerfisins. Birtingarmyndir þessa eru til dæmis í reglum Skattsins sem rukkar félagsfólk stéttarfélaga um tekjuskatt af endurgreiðslu vegna sálfræðikostnaðar, en ekki vegna líkamsræktar. Félagi sem á til dæmis 30 þúsund krónur inni í varasjóði VR getur nýtt þær krónur að fullu til að fara í ræktina eða í golf, en félagi sem vill styrkja geðið með aðstoð fagaðila fengi um 18.600 krónur og ríkissjóður rest. Fyrir hönd stjórnar VR hef ég tekið þessa umræðu upp við fjármálaráðherra, sem tók jákvætt í erindið og var opinn fyrir endurskoðun reglnanna fyrir næsta tekjuár. Miður aldur er það tímabil lífsins sem við erum hvað virkust á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að eiga skjól og stuðning í öflugu stéttarfélagi. Viðfangsefnið er að minnka húsnæðiskostnað þeirra sem eru í eigin húsnæði og á leigumarkaði og tryggja að félagslegu kerfin sem eiga að grípa okkur og styðja þegar á móti blæs standi undir nafni. Fyrir þessu mun ég beita mér. Starfsemi VR þarf að þjóna fólki á ólíkum aldri og á mismunandi stöðum á starfsferlinum. Af því þarf að taka mið þegar sest er við samningaborðið, enda er verkefni forystu VR fyrst og fremst að bæta hag VR-félaga. Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars nk.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun