Setja markið á 29. sætið Atli Ísleifsson skrifar 24. febrúar 2025 07:46 VÆB-bræður, Hálfdán Helgi og Matthías Davíð, eru enn að átta sig á sigri laugardagskvöldsins. Ingi Bauer er með þeim á myndinni. Vísir/Hulda Margrét Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta. Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán. Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður hitti VÆB-bræður í húsakynnum Ríkisútvarpsins í gær, en þeir undirbúa nú för sína til Basel í Sviss þar sem þeir munu stíga á stóra sviðið á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudaginn 13. maí. Þeir bræður fluttu lagið Róa sem þeir sömdu sjálfir ásamt Inga Þór Garðarssyni (Ingi Bauer) og Gunnari Birni Gunnarssyni. „Þetta er ólýsanlegt tilfinning, þetta er ógeðslega gaman. Við erum ógeðslega þakklátir,“ segir Matthías Davíð Matthíasson. Hálfdán Helgi segist sömuleiðis enn reyna að skilja að þeir hafi borið sigur úr býtum. „Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta.“ Lagið verður flutt á íslensku þegar til Sviss verður komið. „Einn sem lýgur ekki. Það er gamli góði vinur okkar, tölfræðin, út af því að 100 prósent af lögum sem hafa farið út á íslensku hafa komist í úrslitakeppnina frá árinu 2000.“ Nú taka við stífar æfingar og tónleikahald þar á milli. Samkvæmt veðbönkum eru takmarkaðar líkur á að Ísland standi uppi sem sigurvegari Eurovision í ár, eða um eitt prósent. Strákarnir láta það þó ekki trufla sig. „Ég veit ekki hvar við erum núna. Við erum númer þrjátíu eða eitthvað,“ segir Hálfdán. „Markmið okkar er að vera kannski númer 29,“ segir Matthías. Að hækka sig um eitt sæti væri bara nokkuð gott. Strákarnir eru þó á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman af verkefninu. „Bara gera alla stolta, kæta fólkið,“ segir Matthías. „Mig langar bara gera alla stolta og að gleðja og hafa ógeðslega gaman,“ segir Hálfdán.
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Tengdar fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48 Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43 Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40 VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15 Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Ísland þykir næstólíklegast landið til að sigra Eurovision í ár samkvæmt veðbönkum, þar sem við sitjum í 36. sæti af 37. Sigurlíkur eru taldar eitt prósent. 23. febrúar 2025 10:48
Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Íslenska þjóðin tjáði sig um Söngvakeppnina í kvöld og á X (áður Twitter) mátti finna sterka Bjarna Ara-slagsíðu og sannar spár um sigur VÆB. Furðumargir hneyksluðust á því að kosning almennings væri opin á meðan dómnefnd kynnti niðurstöðu sína. 23. febrúar 2025 00:43
Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Úrslitakvöld Söngvakeppninnar í ár var ekki af ódýrari gerðinni. Auk sex frábærra tónlistaratriða sem kepptu um sigur tróðu Herra Hnetusmjör, Hera Björk og hinn finnski Käärijä upp. VÆB-bræður stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar. 22. febrúar 2025 22:40
VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. 22. febrúar 2025 22:15