Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir. Ég hef haft þau forréttindi að hitta félagsfólk VR á ýmsum vinnustöðum og það hefur verið eins og að hitta gamla vini sem eru tilbúnir að deila skoðunum sínum og spjalla um daginn og veginn. Á þessum fundum hefur verið mikil gleði og fjölbreyttar skoðanir, sem hafa gert mig enn vissari um það sem ég legg áherslu á og hverju ég vil breyta. Þarf virkilega framboð til? Á einum vinnustaðnum sem ég heimsótti sagði einn starfsmaður orðrétt: „Þarf virkilega framboð stjórnarmanna til að hlustað sé á okkur?“ Þessi orð eru þau sem ég hef talað fyrir frá byrjun í framboði mínu til embætti formanns VR. Eitt af mínum áherslumálum í framboðinu er samtalið við félagsfólk sem ég tel að hafi gleymst á síðustu árum og mikilvægt að byggja aftur upp. Raddir félagsfólk VR skipta sköpum þegar kemur m.a. að bættum kjörum þeirra. Félagsfólk VR á að geta treyst á sýnilegan og aðgengilegan formann sem er til staðar fyrir þau. Ég mun leggja áherslu á að vera til taks á öllum starfstöðvum félagsins og hlusta á raddir félagsfólks. Með opnu samtali og virkum samskiptum mun ég tryggja að málefni félagsfólks séu í forgrunni. Með aðgengilegum formanni tryggjum við að félagsfólk fái vettvang til að ræða það sem þeim liggur á hjarta og um leið styrkjum við grunninn að betri framtíð fyrir félagsfólk VR. Ég hef fengið það sama úr varasjóðnum síðustu 7 árin og engan fæðingarstyrk Á öðrum vinnustaða sagði starfsmaður orðrétt: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum og sama starfi öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað en alltaf fæ ég það sama úr varasjóðnum í kringum kr. 20 þúsund. Hvar er jafnréttið?“ Í sömu heimsókn sagði annar starfsmaður orðrétt: „Vinkonur mínar sem eru allar á barneignaraldri hafa allar hætt í VR og fært sig yfir í önnur stéttarfélög sem bjóða upp á fæðingarstyrk“ Á mínum starfsferli, bæði innan VR og í samtölum við félagsfólk, hefur komið fram mikil óánægja með varasjóðinn og úthlutunarreglur hans. Þegar litið er til annarra stéttarfélaga af svipaðri stærðargráðu má sjá að styrkjum er þar úthlutað á jafnræðisgrundvelli, óháð tekjum. Í umræðunni um framboð mitt hafa mótframbjóðendur haldið því fram að varasjóðurinn sé „frábær“ og að þeir sem eru á hærri launum eigi skilið að fá meira. Einn mótframbjóðandi fer svo langt að lýsa stefnu minni sem „gylliboðum“. Gylliboð er freistandi tilboð sem lítur of vel út til að vera satt. Þetta snýst ekki um tilboð sem líta of vel út til að vera sönn, þetta snýst um raunverulegar breytingar sem bæta kjör félagsfólks. Ég hef djarfa stefnu og þor til að koma raunverulegum breytingum til skila, en ég mun alltaf velja að leggja áherslu á það sem raunverulega skiptir máli, bætt kjör og jafnrétti fyrir allt félagsfólk. En enginn er svo heilagur að geta ekki tekið gagnrýni því vissulega hefur félagsfólk gagnrýnt þessa hugmynd mína með að spyrja „hvað með allan uppsafnaðan varasjóð sem ég á nú þegar“ og get ég alveg skilið afstöðu þeirra, en auðvitað yrði það útfært hjá hverjum og einum, en við skulum samt líka hafa það á hreinu að VR er ekki lífeyrissjóður. Annað þessu tengt er að ef félagsfólk hættir í félaginu og leysir ekki út sinn varasjóð þá hefur VR heimild fyrir því að taka til baka þann sjóð sem upp hefur safnast og sett hann aftur inn í sjúkra- og orlofsjóð félagsins. Mínar hugmyndir um varasjóðinn tryggir að allt félagsfólki VR, óháð tekjum, verði veitt jöfn tækifæri til að nýta styrki félagsins. Ég er sannfærður um að þessi breyting myndi styrkja félagsandann og stuðla að auknu trausti félagsfólks á VR. Af hverju ég? Ég legg áherslu á framtíð félagsfólks VR. Ég trúi því að VR þurfi skýra og djarfa stefnu, ekki bara markmið, heldur raunverulegar breytingar. Kosningarnar snúast um val: Halda áfram á svipaðri braut eða taka skrefið til framtíðar með VR sem virkilega stendur vörð um félagfólk sitt. Ég vel framtíðina. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun