Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 14:30 Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Ég trúi því að allir foreldrar vilji að börnum sínum vegni vel og gera sitt allra besta til að svo megi verða. En því miður er það ekki svo að öllum börnum líði vel. Í skólakerfinu í dag eru börn sem tala 70 tungumál og 20 % eða eitt af hverjum fimm er ekki með íslenskt ríkisfang. Kannanir sýna að helmingur ungra drengja getur ekki lesið sér til gagns þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er alls ekki skólans eingöngu heldur er hann oft mikill heima fyrir. Kannski er það agaleysi, samfélagsmiðlar og skjànotkun barna sem spila stórt hlutverk í vanlíðan barna. Við heyrum í fréttum af börnum sem eru í miklum vanda og eru sjálfum sér og öðrum ógn. Börn sem beita ofbeldi og meiða önnur börn. Börn sem eru í neyslu og skaða sjálfa sig og aðra. Börn sem ganga um með hnífa og nota þá. Ef þau þurfa vistun þurfa þau að gista í glugga lausu rými í gömlu fangelsi í Hafnarfirði því annað húsnæði er ekki til staðar. Reyndar er tilbúið húsnæði norður í Skagafirði með gluggum og íslenskri náttúru sem er hannað fyrir börn í vanda en hefur ekki verið í notkun í nokkurn tíma. Á meðan rífast stjórnmálaflokkar um fundaherbergi á hinu háa Alþingi. Svo byggjum við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans sem er jú í eigu þjóðarinnar fyrir risa fjárhæðir og klæðum bygginguna að utan með stuðlabergi sem mér finnst ekki vera til prýði. En við höfum ekki ennþá byggt upp úrræði eða rými sem eru mannsæmandi og hönnuð fyrir okkar yngstu þjóðfélagsþegna sem eru í vanda. Hver eru forgangsröðunin hér ? Hvað þá að borga þeim sem annast börn og kenna þeim bæði á leikskólastigi og grunnskólastigi mannsæmandi laun. Við þurfum gott menntað fólk til að sinna okkar yngstu þjóðfélagsþegnum og ef vel er hlúð að þeim frá upphafi væru e.t.v. færri börn í alvarlegum vanda. Starf kennarans hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Skóli án aðgreiningar hljómar fallega en virkar alls ekki. Mörg börn eru með greiningar og þurfa aukinn stuðning og þessi fjölgun á börnum sem eru með annað ríkisfang og tala ekki íslensku hefur aukið álag á kennara til muna. Enda hafa margir hrökklast úr starfi vegna álags og kulnun er algeng í þessum starfsgreinum. Mér var boðið í konudags heimsókn á leikskóla barnabarns míns á föstudaginn. Það var mjög ánægjulegt að sjá allt það góða starf sem þar fer fram, frábært starfsfólk sem hugar að líðan barnanna, innleiðir söng, táknmál og talar við börnin sem jafningja. Bestu meðmæli þessa starfs er að sumir starfsmennirnir þar, karlmenn, voru á þessum leikskóla sem börn og sinna nú starfi sínu af alúð. Við þessi ríka þjóð getum og eigum að hlúa mun betur að börnum þessa lands. Þessum dýrmætu einstaklingum sem munu jörðina erfa. Þau eru sum með vanlíðan kannnski vegna samfélagsmiðla og óheftar skjánotkunar. Sum eru kvíðin og þau sofa illa, önnur eru ör og eiga erfitt með að sitja kyrr Við leysum það ekki allt með greiningum eða pillum. Það getur verið eðlilegt að finna fyrir kvíða og spennu í lífsins ólgusjó og stundum sofum við ekki vel en það má. Það þarf ekki alltaf lyf til að laga það. Við fullorðna fólkið, foreldrar, afar og ömmur ættum kannski oftar að eiga gæðastund með okkar besta fólki. Slökkva á símanum í einn dag og fara út að ganga, hlægja, leika okkur og spjalla saman. Ég hitti eina eðal ömmu á kaffihúsi á föstudaginn var og þar var hún í dekurferð með eitt barnabarnið sitt, dýrmæt gæðastund fyrir þær bàðar. Sagðist reglulega taka eitt og eitt í einu í slíka gæðastund. Frábær fyrirmynd. Við getum svo miklu betur og eigum að setja börn í fyrsta sætið! Höfundur er læknir.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun