Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 17:27 Guðrún og Áslaug Arna tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Fleiri landsmenn vilja að Guðrún Hafsteinsdóttir verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir samkvæmt könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið. Mikill munur er á fylgi þeirra milli aldursflokka. Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns. Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi komandi helgi. Von er á um 2200 gestum á fundinn og komast færri að en vilja eins og sést hefur í baráttu fyrir sæti á fundinum undanfarnar vikur. Könnun Gallup nær ekki til landsfundarfulltrúa heldur til landsmanna svo taka verður niðurstöðunum með þeim fyrirvara. Þá tóku fjórir af hverjum tíu í könnuninni ekki afstöðu til spurningarinnar. Alls vilja 48 prósent þeirra sem tóku afstöðu að Guðrún verði formaður en hlutfallið er 42 prósent hjá þeim sem hugnast frekar Áslaug Arna. Áslaug Arna er mun sterkari hjá fólki undir fertugu en dæmið snýst við svo um munar hjá kjósendum yfir fertugu. Þannig vilja 67 prósent kjósenda undir þrítugu Áslaugu Örnu en 78 prósent kjósenda yfir sjötugu Guðrúnu. Áslaug Arna og Guðrún mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Guðrún er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en Áslaug Arna í Reykjavík. Þrátt fyrir það virðist Guðrún njóta meiri vinsælda meðal Reykvíkinga, 52 prósent á móti 40 prósentum, Guðrún fær 45 prósent í sitt lið annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en Áslaug 40 prósent. Á landsbyggðinni styðja 46 prósent Guðrúnu en 45 prósent Áslaugu Örnu. Tólf prósent þeirra sem tóku afstöðu hugnast einhver annar en konurnar tvær. Snorri Ásmundsson listamaður hefur greint frá framboði sínu til formanns. Könnunin var gerð 14. til 23. febrúar og var úrtakið 1750 manns.
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira