Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 07:45 Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður NATO Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Af því að það er mikið af fólki sem hefur ávinning af því að stríð sé viðvarandi, alltaf, einhversstaðar. Það eru hergagnaframleiðendur og þau sem stríð veitir starfsöryggi, tilgang, virðingu og spennu. Svo eru þau sem hafa ávinning af að því eignir og lönd fáist fyrir lítið og þau sem fá verkefni við að byggja upp það sem er lagt er í rúst. Stríð henta ráðafólki sem ræður ekki við óánægju, ólgu og vandamál innanlands. Ofbeldi gegn óvininum treystir völd þeirra, en skerðir að sama skapi réttindi almennings, þegar lýst er yfir neyðarástandi, lögum breytt og sett er á herskylda. Ef við viljum frið þarf því að skoða hverjir hafa af ávinning af stríði og hvernig. Í stríði er sjaldan talað um hvað felst í því sigra, eða tapa. Því þegar stríð verður markmið í sjálfu sér, er sigur er ekki tilgangurinn með stríði. Ég átti samtal við bandarískan hermann í Afganistan þegar ég starfaði þar á herstöð. Ég var að skoða hvaða sögur hermenn og þeirra stjórnvöld sögðu sjálfum sér og öðrum til að réttlæta það að beita ofbeldi gegn ókunnugu fólki. Hann sagði að það sem truflaði hann mest væri að hann vissi ekki hvernig sigurinn liti út. Ég var stödd í aðalstöðvum NATO í Brussel þegar Rússar tóku yfir Krímskaga árið 2014 og það var áhugaverð lífsreynsla. Ég hafði verið í aðalstöðvunum áður, vegna verkefnis sem ég var að vinna fyrir utanríkiráðuneytið. Mér fannst ég alltaf stödd í leikriti með ótal búningaklæddum körlum arkandi um langa ganga í heimi skammstafana og „pródukolla“. En þennan dag var allt öðruvísi, það var orka og það var spenna í lofti og það var eins og herforingjarnir hefðu sloppið úr tilgangsleysinu og öðlast nýtt líf. Herforingi frá landi í Evrópu útskýrði fyrir mér hvað væri í gangi. Hann sagði að kalda stríðið hefði verið orðið of kalt, sem þýddi að framlög til hermála í löndum Evrópu hefðu verið að dragast saman. Það að NATO sneri sér að friðarstarfi með hernaðarinngripum m.a. utan Evrópu, hefði ekki skilað árangri og því fengi herinn ekki nægilegan stuðning frá stjórnvöldum heima fyrir. Það að Rússar færu af stað væri því mjög jákvætt fyrir varnarmálaráðuneytin og herinn í löndum Evrópu og þar með NATO. Hann sagði að kalda stríðið þyrfti að hitna það mikið að stjórnvöld væru á tánum og myndu auka fjárframlög til varnarmála, án þess að þurfa að fara í stríð. Til þess að hernaðar maskínan sé vel smurð og stjórnvöld geti aukið útgjöld til vararmála þarf að ala á ótta almennings við óvininn. Einnig að upphefja hetjuna sem tilbúin er að fórna lífi sínu til að verja land sitt, en það er ein af undirstöðum hernaðarhyggjunnar. Grundvallarhugmynd hernaðarhyggjunnar er að skipulagt ofbeldi sé lausn á vanda og eðlilegt viðbragð. Hún byggir líka á hugmyndinni um foringjann sem ræður og undirmenn sem verða að hlýða og drepa ókunnuga. Við höfum alist upp við þessa sögu og hún er síendurtekin í skemmtanaiðnaðinum, bókmenntum, fréttum og fl.. Í umfjöllun um stríð eru margar sögur ósagðar og ein þeirra er að „hetjan“ á vígvellinum er þar ekki endilega að fúsum og frjálsum vilja og að hagsmunir ríkisins eða málstaðurinn sem verið að verja er ekki endilega þeirra. Við þurfum að skilja hvernig „sigur“ lítur út í augum fólksins sem verður fyrir ofbeldinu og missir sína nánustu og þeirra sem skikkaðir eru til að beita ofbeldi, þvert á sinn vilja. Stríð hætta þegar fólk hættir að taka þátt í ofbeldinu, en ekki vegna þess að einhver sigraði. Ég skrifa þennan pistill vegna þess að mér finnst umræða ráðafólks, sérfræðinga í öryggismálum og annarra hér á landi vera undir of miklum áhrifum hernaðarhyggjunnar sem elur á ótta okkar við hinn alvonda óvin. Það ýtir undir að ákvarðanir séu teknar án að fleiri sögur fái að heyrast og að mál séu skoðuð frá mörgum hliðum. Áður en að við Íslendingar leggjum til land fyrir herstöð og notum skattfé í hergögn sem notuð verða af ungu fólki til að drepa annað ungt fólk, þá ættum við að hlusta á þær sögur sem segja okkur að skipulagt ofbeldi, stríð, sé ekki leið eða lausn á vanda. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun