Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 11:31 Sveindís Jane Jónsdóttir á EM 2022, síðast þegar Ísland mætti Frakklandi en þá gerðu liðin 1-1 jafntefli. vísir/Vilhelm Þjálfari Frakklands nefndi Sveindísi Jane Jónsdóttur sérstaklega þegar hann ræddi um mótherjana fyrir slag Frakklands og Íslands í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:10 að íslenskum tíma og fer fram í Le Mans. Borgin er hvað þekktust fyrir akstursíþróttir og hafa Frakkarnir leikið sér með þá staðreynd í aðdraganda leiksins mikilvæga í kvöld. 𝘽𝙞𝙚𝙣 𝙣𝙚́𝙜𝙤𝙘𝙞𝙚𝙧 𝙡𝙚 𝙫𝙞𝙧𝙖𝙜𝙚 𝙄𝙨𝙡𝙖𝙣𝙙𝙖𝙞𝙨 🏎️🇮🇸France-Islande c’est ce soir au Mans 🏁Coup d’envoi à 21h10 sur @W9 📺#FiersdetreBleues pic.twitter.com/J6nIJWlzR1— Equipe de France Féminine (@equipedefranceF) February 25, 2025 Ísland er með eitt stig eftir markalausa jafnteflið við Sviss ytra á föstudaginn en Frakkland vann þá 1-0 heimasigur gegn Noregi. Liðin fjögur leika í riðli 2 í A-deild. Þessi leiktíð í Þjóðadeildinni er gríðarlega mikilvæg varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn, árið 2027. Ef liðið forðast fall (neðsta lið riðilsins fellur beint í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild) eykur það verulega líkurnar á að komast á HM. Það er vegna þess að leiðin í gegnum HM-umspil á næsta ári gæti þá orðið við lægra skrifaðar þjóðir úr B- og C-deild. Laurent Bonadei er í sinni fyrstu keppni sem aðalþjálfari Frakklands.Getty/Sylvain Dionisio Laurent Bonadei, sem tók við sem aðalþjálfari Frakka síðasta haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður Hervé Renard, býst við snúnum leik gegn Íslandi í kvöld. Franska liðið er í 11. sæti heimslistans, aðeins þremur sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta verður líkamlegur leikur við lið sem er þétt fyrir og gefur fá færi á sér. Þær voru að gera jafntefli við Sviss og spila núna annan útileik. Eflaust vilja þær reyna að bæta við stigafjöldann, án þess að fá á sig mark, áður en þær spila svo þrjá heimaleiki í síðustu fjórum leikjum sínum,“ sagði Bonadei. „Þær eru góðar í að snúa vörn í sókn og munu horfa til skyndisókna. Sveindís Jónsdóttir er ein á toppnum. Hún verst lítið en er alltaf vakandi fyrir tækifærum til að nýta hraða sinn. En þær munu þurfa að taka áhættur,“ sagði Bonadei á blaðamannafundi í gær. Wendie Renard er klár í slaginn í kvöld. Hér er hún í baráttu við Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti.Getty/Marcio Machado Bonadei segir að allir leikmenn franska liðsins séu klárir í slaginn, þar á meðal miðvörðurinn frábæri Wendie Renard sem missti af leiknum við Noreg vegna meiðsla. Vegna þess hve stutt er á milli leikja segir þjálfarinn ljóst að breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu. Ísland hefur einu sinni fagnað sigri gegn Frakklandi, í tólf leikjum, en það var 1-0 sigurinn eftirminnilegi á Laugardalsvelli sumarið 2007, í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM í Englandi árið 2022, þar sem Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin af vítapunktinum í blálokin, í 1-1 jafntefli sem þó dugði Íslandi ekki til að komast upp úr sínum riðli. Leikur Frakklands og Íslands í kvöld hefst klukkan 20:10 og verður í beinni textalýsingu á Vísi en leikurinn er sýndur á RÚV 2. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30 Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 20:10 að íslenskum tíma og fer fram í Le Mans. Borgin er hvað þekktust fyrir akstursíþróttir og hafa Frakkarnir leikið sér með þá staðreynd í aðdraganda leiksins mikilvæga í kvöld. 𝘽𝙞𝙚𝙣 𝙣𝙚́𝙜𝙤𝙘𝙞𝙚𝙧 𝙡𝙚 𝙫𝙞𝙧𝙖𝙜𝙚 𝙄𝙨𝙡𝙖𝙣𝙙𝙖𝙞𝙨 🏎️🇮🇸France-Islande c’est ce soir au Mans 🏁Coup d’envoi à 21h10 sur @W9 📺#FiersdetreBleues pic.twitter.com/J6nIJWlzR1— Equipe de France Féminine (@equipedefranceF) February 25, 2025 Ísland er með eitt stig eftir markalausa jafnteflið við Sviss ytra á föstudaginn en Frakkland vann þá 1-0 heimasigur gegn Noregi. Liðin fjögur leika í riðli 2 í A-deild. Þessi leiktíð í Þjóðadeildinni er gríðarlega mikilvæg varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í fyrsta sinn, árið 2027. Ef liðið forðast fall (neðsta lið riðilsins fellur beint í B-deild og liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild) eykur það verulega líkurnar á að komast á HM. Það er vegna þess að leiðin í gegnum HM-umspil á næsta ári gæti þá orðið við lægra skrifaðar þjóðir úr B- og C-deild. Laurent Bonadei er í sinni fyrstu keppni sem aðalþjálfari Frakklands.Getty/Sylvain Dionisio Laurent Bonadei, sem tók við sem aðalþjálfari Frakka síðasta haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður Hervé Renard, býst við snúnum leik gegn Íslandi í kvöld. Franska liðið er í 11. sæti heimslistans, aðeins þremur sætum fyrir ofan Ísland. „Þetta verður líkamlegur leikur við lið sem er þétt fyrir og gefur fá færi á sér. Þær voru að gera jafntefli við Sviss og spila núna annan útileik. Eflaust vilja þær reyna að bæta við stigafjöldann, án þess að fá á sig mark, áður en þær spila svo þrjá heimaleiki í síðustu fjórum leikjum sínum,“ sagði Bonadei. „Þær eru góðar í að snúa vörn í sókn og munu horfa til skyndisókna. Sveindís Jónsdóttir er ein á toppnum. Hún verst lítið en er alltaf vakandi fyrir tækifærum til að nýta hraða sinn. En þær munu þurfa að taka áhættur,“ sagði Bonadei á blaðamannafundi í gær. Wendie Renard er klár í slaginn í kvöld. Hér er hún í baráttu við Berglindi Björg Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti.Getty/Marcio Machado Bonadei segir að allir leikmenn franska liðsins séu klárir í slaginn, þar á meðal miðvörðurinn frábæri Wendie Renard sem missti af leiknum við Noreg vegna meiðsla. Vegna þess hve stutt er á milli leikja segir þjálfarinn ljóst að breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu. Ísland hefur einu sinni fagnað sigri gegn Frakklandi, í tólf leikjum, en það var 1-0 sigurinn eftirminnilegi á Laugardalsvelli sumarið 2007, í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM í Englandi árið 2022, þar sem Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin af vítapunktinum í blálokin, í 1-1 jafntefli sem þó dugði Íslandi ekki til að komast upp úr sínum riðli. Leikur Frakklands og Íslands í kvöld hefst klukkan 20:10 og verður í beinni textalýsingu á Vísi en leikurinn er sýndur á RÚV 2.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30 Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. 24. febrúar 2025 22:30
Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 21. febrúar 2025 17:17