„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Aron Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 12:03 Martin Hermannsson segir unnustu sína, Önnu Maríu, klettinn í fjölskyldunni en þau búa í fjarbúð þessa mánuðina. Martin úti í Þýskalandi á meðan að Anna og synir þeirra tveir eru hér heima á Íslandi Vísir/Samsett mynd Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi. Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“ Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Martin er kominn á fullt aftur innan vallar og sýndi vel hvað í sér býr á dögunum í Laugardalshöllinni í fræknum sigri á Tyrkjum sem gulltryggði EM sætið. Frábær heimkoma þar sem að Martin náði ekki bara að leika listir sínar með íslenska landsliðinu, heldur einnig að heimsækja fjölskyldu sína. Martin og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, ákváðu að hún skyldi flytja hingað til lands með syni þeirra tvo og á meðan einbeitir Martin sér að því að koma sér í besta mögulega standið úti í Þýskalandi og það getur tekið á. „Þetta er rosalega upp og niður. Auðvitað er rosalega erfitt að vera frá fjölskyldunni. Erfitt að vera í öllum þessum myndsímtölum. Sér í lagi upp á yngri son minn að gera, hann er að verða eins árs í næsta mánuði og á þessu tímabili ævinnar er hver dagur öðruvísi,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Það er erfitt oft á tíðum en á sama tíma ákváðum við konan að gera þetta svona í ár. Bara svo ég gæti líka verið að einbeita mér að líkamanum og reyna koma í mér besta stand sem völ er á.“ Og ljóst hversu mikið Martin reiðir sig á sína konu. „Hún er náttúrulega búin að vera algjör klettur í þessu öllu saman. Ég gæti ekki gert það sem hún er að gera. Að vera ein með tvö börn og halda geðheilsu. Hún er kletturinn í okkar fjölskyldu og ég á henni mjög margt að þakka. Það var líka falleg stund að hafa þau öll á leiknum, knúsast eftir leik og að vera saman. Lífið sem atvinnumaður er upp og niður. Þetta er ekkert alltaf dans á rósum en gott á margan hátt. Svona er þetta núna. Þau eru hérna heima á Íslandi og eldri sonurinn elskar það að vera í íþróttum og skólanum hér. Á sama tíma fær konan allt það bakland sem hún þarf. Auðvitað er það líka gott á þann hátt en oft erfitt að vera í burtu. Það er ekkert launungarmál.“
Íslendingar erlendis Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31 Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30 Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. 25. febrúar 2025 07:31
Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að. 24. febrúar 2025 08:30
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn. 23. febrúar 2025 21:00