Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:30 Demókratar hafa gagnrýnt póstinn harðlega og sumir Repúblikanar, sem segja hann meðal annars vanvirðingu við starfsmenn hins opinbera. Getty/Andrew Harnik Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira
Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Sjá meira