Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 12:30 Demókratar hafa gagnrýnt póstinn harðlega og sumir Repúblikanar, sem segja hann meðal annars vanvirðingu við starfsmenn hins opinbera. Getty/Andrew Harnik Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum vita nú vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, eftir að hafa fengið afar misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum og yfirmönnum sínum. Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Teymi Elon Musk, sem fer fyrir niðurskurðarapparatinu DOGE, Department of Government Efficency, sendi tölvupóst á opinbera starfsmenn á laugardag þar sem þeim var tjáð að þeir hefðu 48 klukkustundir til að svara póstinum og greina frá fimm hlutum sem þeir hefðu afrekað í vinnunni á síðustu sjö dögum. Ellegar ættu þeir á hættu að verða sagt upp. Yfirmenn stofnana og verkalýðsfélög í landinu ruku samstundis upp til handa og fóta, enda tölvupósturinn svo furðulegur að margir töldu hann jafnvel vera einhvers konar svikapóst. Svo reyndist ekki vera og nokkur félög hafa hótað málaferlum, á meðan starfsmenn glímdu yfir helgina við þá spurningu hvort þeir ættu að svara. The email request was utterly trivial, as the standard for passing the test was to type some words and press send!Yet so many failed even that inane test, urged on in some cases by their managers.Have you ever witnessed such INCOMPETENCE and CONTEMPT for how YOUR TAXES are… https://t.co/QjSmY4ezpg— Elon Musk (@elonmusk) February 24, 2025 Sumir yfirmenn sendu pósta á starfsmenn sína og sögðu þeim að svara ekki. Öðrum var ráðlagt að svara. Á enn öðrum stöðum voru skilaboðin afar misvísandi; í fyrstu var 80.000 starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins til að mynda ráðlagt að svara póstinum ekki, síðan var þeim sagt að svara og að lokum að bíða. Trump tjáði sig um tölvupóstinn í gær og sagði hann „snilld“. Gaf hann í skyn að tilgangurinn með póstinum væri að koma upp um starfsmenn sem væru ekki að sinna vinnunni sinni eða væru hreinlega ekki til. Þeir sem svöruðu ekki yrðu reknir eða „semi-reknir“, sem hann útskýrði ekki nánar. Í gærkvöldi tísti Musk svo þeim skilaboðum, sem hann sagði frá forsetanum, að þeir sem hefðu ekki þegar svarað fengju „annað tækifæri“. Ef þeir nýttu það ekki yrðu þeir látnir fjúka.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira