Körfubolti

Ó­vænt lausn á erfið­leikum Martins? „Væri á sama tíma al­veg galið“

Aron Guðmundsson skrifar
Martin Hermannsson í baráttunni í Laugardalshöll.
Martin Hermannsson í baráttunni í Laugardalshöll. Vísir/Anton Brink

Ís­lenski lands­liðs­fyrir­liðinn Martin Her­manns­son, leik­maður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undan­förnu. Með því að skipta um körfu­bolta­skó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni.

Í viðtali í setti hjá RÚV eftir sigurinn frækna gegn Tyrkjum á sunnu­daginn síðastliðinn, sem tryggði Ís­landi sæti á EM í sumar, sagði Martin frá því hvernig hann hefði allt í einu ekki fundið fyrir meiðslum í hásin sem höfðu verið að plaga hann vikurnar fyrir lands­liðs­verk­efnið og taldi hann að lausnin gæti falist í því að hafa skipt um þá skó sem hann spilar í.

Þannig er mál með vexti að hjá félagsliði sínu Alba Berlin í Þýska­landi er Martin skyldugur til þess að spila í Adidas skóm sökum styrktar samnings fyrir­tækisins við félagið. 

Staðan hins vegar gjör­breytist þegar að Martin spilar með lands­liðinu þar sem að hann getur spilað í Nike skóm sökum persónu­legs styrktar samnings síns við það fyrir­tæki.

Vinstra megin á umræddri samsettri mynd má sjá Martin í Nike skóm í leik með íslenska landsliðinu gegn Tyrklandi á dögunum. Hægra megin má sjá hann í leik með Alba Berlin í Euroleague í Adidas skómVísir/Samsett mynd

„Það er ekkert leyndar­mál. Ég hef verið í þvílíku veseni síðustu tvo til þrjá mánuði með hásinina,“ segir Martin í sam­tali við íþrótta­deild. „Búinn að fara í enda­laust af sprautum, mynda­tökur, hitta sér­fræðinga og það gat enginn út­skýrt af hverju þetta var að gerast. Þetta var bara einn punktur á hásininni, því hásinin sjálf var í frábærum málum. Bara ein­hver vökvi sem var að safnast saman þarna á einum stað og enginn skildi af hverju.

Fyrir svona tveimur vikum síðan skipti ég um skó, hef verið í Nike skónum mínum í þessu lands­liðs­verk­efni og ekki fundið fyrir neinu. Vonandi er þetta bara út­skýringin en væri á sama tíma alveg galið. Að vera búinn að spila í þrjá mánuði að drepast en hefði bara þurft að skipta um skó. Reglan er þannig að ég þarf að spila í Adidas skóm með félagsliði mínu þar sem að liðið er með styrktar samning við Adidas. Samningurinn er þannig að ég hef ekkert val. En Nike-ið mitt, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt annað. Nike gerir krafta­verk.“

Það verður áhuga­vert að fylgjast með fram­haldinu hjá Martin úti í Þýska­landi með Alba Berlin í Adidas skónum og hvort að hann fari að finna til í hásininni aftur. Næsti leikur liðsins er í Euro­leagu­e á föstu­daginn næst­komandi.


Tengdar fréttir

„Hún er búin að vera al­gjör klettur í þessu öllu“

Líf at­vinnu­mannsins er ekki alltaf dans á rósum. Lands­liðs­fyrir­liðinn í körfu­bolta, Martin Her­manns­son, spilar sem at­vinnu­maður með liði Alba Berlin í Þýska­landi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjöl­skyldu sinni úti í Þýska­landi.

Martin: „Fór rosa­lega fyrir brjóstið á mér að heyra það“

Martin Her­manns­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að lands­liðið tryggði sæti sitt á EM með skemmti­legustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór um­ræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum.

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur

Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Uppgjörið: Ís­land - Tyrk­land 83-71 | Ís­land tryggði sér sæti á EM

Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×