Íslenski boltinn

ÍA fær Bald­vin frá Fjölni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Baldvin Þór spilar áfram í gulu en nú upp á Akranesi.
Baldvin Þór spilar áfram í gulu en nú upp á Akranesi. ÍA

Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir ÍA og skrifar undir samning á Akranesi út tímabilið 2027 í Bestu deild karla í fótbolta.

Frá þessu greina Skagamenn á samfélagsmiðlum sínum. Baldvin Þór er fæddur árið 2024 og kemur til ÍA frá Fjölni í Lengjudeildinni. Hann var lykilmaður í liði Fjölnis sem var nálægt því að fara upp úr Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Baldvin er þriðji leikmaðurinn sem ÍA sækir frá því að síðasta tímabili lauk. Ómar Björn Stefánsson kom frá Fylki og þá kom Jón Sölvi Símonarson á láni frá Breiðabliki.

„Baldvin er sterkur, fljótur og tæknilega góður varnarmaður sem vakti verðskuldaða athygli síðasta sumar með Fjölni,“ segir í tilkynningu ÍA.

Baldvin Þór gæti mætt sínum gömlu félögum í Fjölni strax annað kvöld þar sem liðin mætast í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×