Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2025 21:56 Karoline Leavitt, talskona Trumps, í Hvíta húsinu í dag við hlið skiltis sem gert var til fagnaðar þess að dómari gaf frá sér tímabundinn úrskurð um að hvíta húsið þyrfti ekki að veita AP fréttaveitunni aðgang, að svo stöddu. Hvíta húsið hefur deilt við fréttaveituna vegna þess að hún notar enn nafnið „Mexíkóflói“ yfir Mexíkóflóa en ekki „Ameríkuflói“. AP/Evan Vucci Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, tilkynnti í kvöld að í framtíðinni muni starfsmenn Donalds Trump, forseta, sjálfir velja hvaða blaðamenn fái að sækja Hvíta húsið heim og sitja blaðamannafundi og hverjir fá að fylgja Trump eftir á ferðum hans um heiminn. Hingað til hefur það verið ákveðið af samtökum blaðamanna. Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Í rúm hundrað ár hafa hópar blaðamanna, ljósmyndara og tökumanna verið valdir til að fylgja forsetum Bandaríkjanna eftir, mynda þá og skrifa um þá fréttir, sem allir fjölmiðlar hafa haft aðgang að. Þessi hópar hafa verið valdi af samtökum blaðamanna sem á ensku kallast „White house correspondents Association“ eða WHCA og voru þau stofnuð árið 1914. Þessi ætla starfsmenn Trumps að breyta. „Upplýsingateymi Hvíta hússins, þessarar ríkisstjórnar, mun ákveða hverjir fá að njóta þessa einstaka réttar og takmarkaðs aðgengi að rýmum eins og forsetaflugvélinni og skrifstofu forsetans.“ Þetta sagði Leavitt á upplýsingafundi sínum í dag en hún sagði einnig að sérstakur hópur blaðamanna frá höfuðborginni myndi ekki lengur „njóta einokunar“ á því hverjir fá aðgang að Hvíta húsinu. Þetta hefur strax vakið áhyggjur um stöðu fjölmiðla og forsetans þar sem þetta felur í raun í sér að Trump mun sjálfur velja þá fjölmiðla og það fjölmiðlafólk sem fjallar um hann. Leavitt hélt því fram í kvöld að það væri ekki réttur blaðamanna að hafa aðgang að forsetaembættinu. Færa ætti valdið um það hverjir fengu aðgang „aftur til fólksins“ en þeir yrðu valdir af starfsmönnum Trumps. .@PressSec Karoline Leavitt: "For decades a group of DC based journalists, the White House Correspondents' Association, has long dictated which journalists get to ask questions of the president of the United States in these most intimate spaces. Not anymore." pic.twitter.com/B4vbNmklyH— CSPAN (@cspan) February 25, 2025 Leavitt ítrekaði einnig að blaðamönnum AP fréttaveitunnar ekki aðgang að sérstökum viðburðum í Hvíta húsinu og tengdum viðburðum. Það var ákveðið eftir að forsvarsmenn fréttaveitunnar, sem er með viðskiptavini um allan heim, tóku þá ákvörðun að nota ekki nafnið „Ameríkuflói“ yfir Mexíkóflóa. Sjá einnig: Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Einn fræðimaður um forsetaembættið og fjölmiðla sagði í samtali við blaðamann AP að verið væri að setja hættulegt fordæmi. „Þetta þýðir að forsetinn geti valið hver fjallar um framkvæmdavaldið og hunsað þá staðreynd að það er almenningur sem rekur Hvíta húsið og fjármagni ferðalög forsetans og laun upplýsingafulltrúa hans með skattgreiðslum.“ Þá hefur fréttaveitan eftir Eugene Daniels, forseta WHCA, að samtökin séu sífellt að breyta og útvíkka hópa sem fjalla um forsetaembættið og veita nýjum miðlum aðgengi. Í yfirlýsingu segir Daniels að í frjálsu lýðræðisríki sé ótækt að forsetar komist upp með að velja miðla sem fjalla um þá.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira