Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar 26. febrúar 2025 10:16 Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar