Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 11:21 Á sama tíma og Trump hefur skorið upp herör gegn hælisleitendum vill hann selja 10 milljón búseturétti, sem geta svo leitt til ríkisborgararéttar, á fimm milljónir dala per haus. Getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur greint frá fyrirætlunum um að taka upp „gullkort“ áþekkt hinu svokallaða „græna korti“, nema það verður selt auðjöfrum fyrir fimm milljónir dala. „Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
„Þeir verða auðugir og menn sem gengur vel og þeir munu eyða miklum peningum og greiða mikla skatta og ráða mikið af fólki í vinnu og við teljum að þetta muni heppnast afar vel,“ sagði Trump í Hvíta húsinu í gær. Viðskiptaráðherrann Howard Lutnick útskýrði að „Trump Gold Card“, eins og hann kallaði það, myndi á næstu tveimur vikum koma í stað svokallaðrar EB-5 áritunar, sem hefur verið veitt fjárfestum sem fjárfesta að minnsta kosti milljón dala í fyrirtæki sem telur að minnsta kosti tíu starfsmenn. Lutnick sagði „svik og vitleysu“ hafa einkennt EB-5 áritanirnar, sem myndu heyra sögunni til með gullkortinu. Gullkortið mun, eins og græna kortið, veita mönnum búseturétt í Bandaríkjunum og greiða leið þeirra að ríkisborgararétti. Fjöldi ríkja í heiminum veitir fjárfestum sérstakar vegabréfsáritanir og/eða búseturétt. Takmörk hafa verið á því hversu margar Eb-5 áritanir hafa verið gefnar út en ekkert hefur verið rætt um slíkt í sambandi við gullkortið nýja. Trump gerði því reyndar skóna í gær að stjórnvöld gætu „selt“ tíu milljónir gullkorta til að greiða niður skuldir ríkisins. „Kannski verður þetta frábært,“ sagði hann. Gullkortið yrði að mörgu leyti eins og græna kortið en „fágaðra“. Það væri leið fyrir auðugt eða hæfileikaríkt fólk til að koma til landsins, það er að segja að fyrirtæki gætu greitt fyrir búseturétt fyrir „verðmæta“ starfsmenn sem þau vildu flytja til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira