Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Biðlaun fyrrum formanns VR hafa nú orðið að umfjöllunarefni og blandast inn í formannskosningar í félaginu. Sem varaformanni VR finnst mér því rétt að gera aðeins grein fyrir ferli málsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ráðningasamningur við fyrrum formann gerður af þáverandi stjórn árið 2017. Sá samningur var áþekkur samningum við fyrri formenn og gert ráð fyrir sex mánaða biðlaunum. Á þeim tíma hafði enginn athugasemd við það, enda höfðu fjórir formenn verið kosnir úr embætti á aðeins átta árum og eðlilegt að fólk njóti biðlauna á meðan það sættir sig við orðinn hlut og finnur sig að nýju á vinnumarkaði. Fæst okkar gerðu sér í hugarlund að formaður VR myndi vera kjörinn á Alþingi og þiggja biðlaun samhliða þingfarakaupi. Réttindin eru fyrir hendi en það er alltaf einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann nýtir þau, líkt og hefur átt við um borgarfulltrúa og fleiri sem hafa tekið sæti á þingi. Biðlaun verði skilyrt við að viðkomandi sé ekki í annarri vinnu Innan stjórnar VR hafa verið skiptar skoðanir á bæði ákvörðun formanns og tilhögun á biðlaunarétti til framtíðar og hefur sá skoðanaágreiningur að einhverju leyti verið opinberaður á samfélagsmiðlum. Málið var rætt ítarlega á fundi fyrr í þessum mánuði og tók stjórn þá ákvörðun um að biðlaunaréttur yrði héðan í frá skilyrtur við að formaður væri ekki í öðru starfi, líkt og á við þegar uppsagnarfrestur er greiddur án vinnuframlags á almennum vinnumarkaði. Þessi umræða fór fram að bæði formanni og frambjóðanda til formanns fjarstöddum þar sem málið kann að varða þeirra hag. Þetta var rökrétt niðurstaða og mikilvægt að þetta liggi skýrt fyrir nú. Einnig hefur verið greint frá því opinberlega að stjórn hittist aftur í þessari viku að beiðni nokkurra stjórnarmanna og mín þar á meðal. Ákveðin upplýsingaóreiða hafði einkennt umræðu um biðlaunaréttindi fyrrum formanns og töldum við mikilvægt að öll stjórnin væri upplýst hver réttindin nákvæmlega væru og að uppgjör hefði þegar farið fram. Engin leyndarhyggja Leyndarhyggja í kringum laun og kjör forystufólks í kjörnum embættum getur aldrei verið réttlætanleg. Upplýsingar um laun formanns eru alltaf birtar í ársskýrslu VR og spurningum sem berast frá fjölmiðlum eða félagsfólki er svarað að fullu. Svo átti við í þessu máli og greindi Morgunblaðið fyrst frá biðlaunarétti fyrrum formanns um miðjan janúar sl. Á okkur sem förum fyrir félaginu í bæði fortíð og nútíð hvílir sú skylda að fara vel með fjármuni félagsfólks. Mikilvægast er að til framtíðar verði tryggt að um biðlaunarétt gildi sömu reglur og um uppsagnarfrest og þær séu fyllilega skýrar. Sú ákvörðun hefur verið tekin. Höfundur er varaformaður VR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar