Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 16:01 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason í glæsilegum sokkum sem koma úr hönnun Prins Póló. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira
Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Sjá meira