Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Jón Þór Stefánsson skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Adrien Brody og Ralph Fiennes keppast um Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki. Getty Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes. Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Blaðamaður Variety ræddi við 84 meðlimi Akademíunnar, en þess má geta að þeir eru hátt í tíu þúsund, til þess spá í spilin. Í grein sinni segir blaðamaðurinn frá því að tveir þessara meðlima hafi sagst hafa ákveðið að kjósa ekki Ralph Fiennes, sem er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Conclave. Ástæðan sem þessir tveir gáfu var sú að Fiennes hafi unnið verðlaunin áður, árið 1994 fyrir leik sinn í Schindler’s List. Þess í stað ákváðu þeir að kjósa Adrien Brody, fyrir The Brutalist. Ralph Fiennes fór tómhentur heim af óskarsverðlaununum 1994.Getty Sannleikurinn er hins vegar sá að Ralph Fiennes hefur aldrei unnið Óskarsverðlaun. Hann var vissulega tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki árið 1994 fyrir frammistöðuna í Schindler’s List, en þá bar Tommy Lee Jones sigur úr býtum fyrir The Fugitive. Og ekki nóg með það, heldur hefur Adrien Brody unnið Óskarsverðlaun. Það var árið 2003 fyrir leik í kvikmyndinni The Pianist. Adrien Brody hlaut Óskarsverðlaun árið 2003. Hér er hann ásamt Nicole Kidman sem vann líka verðlaunin sama ár.Getty Brody hefur þótt líklegastur til að vinna verðlaunin þetta árið. Timothee Chalamet, sem leikur ungan Bob Dylan í A Complete Unknown, hefur þótt næst líklegastur. Áðurnefndur blaðamaður Variety er þó á þeirri skoðun að ef einhverjum takist að skáka Brody verði það Fiennes.
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Hollywood Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira