Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 22:07 Lögfræðingur mótmælendanna veltir fyrir sér af hverju ummæli lögreglumanna hafi ekki komið fram í fyrri störfum eftirlitsnefndar. Þá spyr hann sig hvort unnið hafi verið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu. Vísir/Ívar Fannar Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu ætlar að horfa aftur á myndbandsupptökur frá mótmælum í fyrra að sögn formanns nefndarinnar og nú til að meta ýmis neikvæð ummæli lögreglu. Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Lögregla beitti um 40 manns piparúða í mótmælum í Skuggasundi síðasta sumar þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram. Níu manns hafa stefnt lögreglunni vegna aðgerðanna. Blásið var til mótmælanna á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta föstudag. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu fór síðasta sumar yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglu í mótmælunum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera athugasemdir við framgöngu lögreglunnar. Í Héraðsdómi kom fram að í umræddum upptökum heyrist lögregla meðal annars spyrja hvort ekki eigi að gasa mótmælendur, þá eru þeir kallaðir snarklikkað lið. Oddur Ástráðsson, lögmaður mótmælendanna, furðar sig á ummælum lögreglunnar. „Það eru ummæli þar sem einn mótmælandi er kallaður helvítis dýrið. Svo eru ummæli þar sem lögreglumaður segir ,Þetta lið er snarklikkað',“ segir Oddur. Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna Formaður eftirlitsnefndarinnar með störfum lögreglu hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Þar kemur fram nefndin ætli aftur að fara yfir myndefnið. Hafi ákveðið orðfæri farið fram hjá henni muni hún taka ákvörðun í framhaldinu. Oddur veltir fyrir sér af hverju ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr við ummælin. „Maður veltir fyrir sér af hverju þetta hefur ekki komið fram í fyrri störfum nefndarinnar. Þá spyr maður sig líka hvort það hafi verið unnið hratt í þágu titekinnar niðurstöðu,“ segir Oddur. Hann telur að Héraðsdómur þurfi að taka tillit til ummælanna í myndbandsupptökunum. „Ég byggði á því í mínu málflutningi að þetta þyrfti að skoða í samhengi. Einkum þegar kemur að því að meta huglæga afstöðu lögreglunnar til þeirra verkefna sem þeir voru hér að sinna,“ segir Oddur.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Leggjast aftur yfir myndefnið Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir nefndarmenn ekki hafa heyrt orðfæri lögreglumanna við mótmæli í Skuggasundi í maí í fyrra. Til standi að fara aftur yfir myndefni úr búkmyndavélum og skoða málið betur. 26. febrúar 2025 11:19