Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Fróðlegt var að hlusta á viðtal Spursmála við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum. Ekki sízt fyrir þær sakir hversu oft málflutningur hennar stangaðist á við veruleikann. Áslaug er ágætlega máli farin og kann að segja réttu hlutina. Hins vegar dugur það vitanlega skammt þegar gerðirnar eru síðan með allt öðrum hætti. Enginn skortur var á slíkri framgöngu í stjórnasamstarfi Sjálfstæðisflokksins við Vinstri græna þar sem Áslaug sat við ráðherraborðið í fimm ár. Hins vegar mætti iðulega halda að Áslaug hafi hvorki verið í ríkisstjórn um árabil, þar sem allar þær ákvarðanir voru teknar sem við sjálfstæðismenn erum svo ósáttir við, né í forystusveit Sjálfstæðisflokksins miðað við gagnrýni hennar á verk forystunnar á undanförnum vikum og hvernig haldið hefur verið á málum innan flokksins. Nema hún hafi verið algerlega áhrifalaus í þeim efnum. Það hafa aldrei verið talin meðmæli í ábyrgðarstöður að kannast ekki við sína eigin ábyrgð. Til að mynda talaði Áslaug í viðtalinu mikið um mikilvægi þess að minnka báknið. Á sama tíma liggur til dæmis fyrir að glænýtt ráðuneyti var sett á laggirnar fyrir hana eftir þingkosningarnar 2021 með tilheyrandi ærnum tilkostnaði. Þá var eitt helzta verk hennar sem ráðherra að koma einkareknum háskólum landsins alfarið á framfærslu ríkisins gegn því að fella niður skólagjöld, fyrir utan Háskólann í Reykjavík sem afþakkaði boðið, sem kostar nú skattgreiðendur 600 milljónir á ári. Þá gagnrýndi Áslaug það réttilega að of miklar málamiðlanir hefðu verið gerðar í stjórnarsamstarfinu við Vinstri græna um mikilvæg mál. Aftur við ríkisstjórnarborðið þar sem hún sat árum saman. Fyrir síðustu kosningar lýsti hún sig hins vegar til dæmis reiðubúna til þess að ræða um þjóðaratkvæði um það hvort stefna ætti að inngöngu í Evrópusambandið í viðræðum um stjórnarmyndun í hlaðvarpinu Bakherbergið þar sem hún sat fyrir svörum ásamt þingmanni Viðreisnar. Vert er einnig að nefna að Áslaug hefur talað um nýtt upphaf í Sjálfstæðisflokknum verði hún kjörin formaður flokksins þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur verið í forystusveit hans árum saman. Hún hefur einnig talað um að hún ætli að sameina Sjálfstæðisflokkinn og vísað þar til átaka fylkinga innan flokksins í gegnum tíðina þrátt fyrir að hún hafi farið fyrir einni slíkri fylkingu. Mögulega var það þess vegna sem hún sagði í viðtalinu að fólk sameinaðist í kringum hugsjónir. Veruleikinn hefur því miður gjarnan verið sá að hljóð og mynd hafa ekki farið saman þegar Áslaug er annars vegar. Sem fyrr segir er ekki nóg að segja réttu hlutina, það sem fólk vill heyra. Það sem skiptir mestu máli er það sem er gert. Það er við slíkar aðstæður sem virkilega reynir á fólk og ekki sízt stjórnmálamenn. Hvort hægt sé að taka mark á orðum þeirra. Meðal annars af þessum sökum ætla ég að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun