Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun