Flokki fólksins einum refsað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. vísir/Anton Brink Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“ Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“
Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent