Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar 27. febrúar 2025 16:31 Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu. Í framboði til formanns eru tvær öflugar konur og er það mikið lán fyrir stjórnmálaflokk að svo sterkir einstaklingar vilja leiða hann til góðra verka fyrir land og þjóð. Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að til forystu verði sá einstaklingur valinn sem líklegur er til að sameina, styrkja og stækka Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir sjálfstæðismenn, heldur einnig mikilvægt fyrir íslenska þjóð sem á allt sitt undir því að auka verðmætasköpun til að standa undir þeirri velferð sem við viljum búa við í okkar ágæta samfélagi. Á þessu hefur Guðrún Hafsteinsdóttir mikinn skilning enda hefur reynsla hennar úr atvinnulífinu mótað hennar sýn á hversu mikilvægt er að efla og styrkja verðmætasköpun íslensks atvinnulífs til að standa undir þeim velferðarkerfum sem við njótum hér. Við Guðrún áttum um langt árabil frábært samstarf innan Samtaka atvinnulífisins og sátum saman í stjórn og framkvæmdastjórn. Einnig áttum við samstarf innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um árabil áður en hún lagði af stað í stjórnmálin. Með reynslu sína frá vettvangi atvinnulífsins og lífeyrismála hefur hún sýnt í störfum sínum sem alþingismaður og ráðherra, að þar fer fram einn öflugasti stjórnmálamaður landsins dag. Hún er heilsteypt, ábyggileg og traust, er fæddur leiðtogi sem býr yfir sameinandi afli í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er ákveðin og lætur verkin tala og hrífur samstarfsmenn með sér eins og góðum leiðtoga sæmir. Hún er mikill mannasættir og það hefur berlega komið í ljós að undanförnu að hún nær til fólks, sama á hvað aldri það er. Hún er traustur vinur sem ég teysti fullkomlega í þetta verkefni. Nú þegar sjálfstæðismenn standa á tímamótum og velta fyrir sér framtíðinni, þá er svarið augljóst í mínum huga – Guðrún Hafsteinsdóttir ! Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar