Lífið

Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bjössi og Dísa virðast full tilhlökkunar.
Bjössi og Dísa virðast full tilhlökkunar.

World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið.

Mbl.is greindi fyrst frá en Fréttablaðið greindi frá því árið 2017 að hjónin hefðu keyptu lóð á Arnarnesi ári fyrr. Þau hafa síðan þá verið að vinna að byggingu hússins.

Húsið stendur á 1.467 fermetra sjávarlóð, með byggingarleyfi fyrir 592 fermetra húsi auk 62 fermetra bílskúrs, með stórbrotnu útsýni yfir Skerjafjörðinn. Húsið er á tveimur hæðum með stórum gluggum svo hægt sé að njóta útsýnisins til hins ýtrasta.

Undanfarin ár hafa Dísa og Bjössi búið við Árland í Fossvogi og má ætla að það fari ekki síður vel um þau á þessum eftirsótta stað í Garðabænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.