Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 13:28 Sérfræðingar telja að afturköllun fjárstuðnings muni leiða til dauðsfalla fjölda barna þar sem ekki verður lengur hægt að bólusetja þau gegn lífshættulegum sjúkdómum. EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim. Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim.
Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40