Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar 3. mars 2025 07:30 Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun