Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að ChatGPT spjallviðmótið var opnað almenningi fyrir rétt rúmum tveimur árum og önnur slík í kjölfarið hafa venjulegir tölvunotendur getað kynnt sér og prófað þessa öflugu tækni. Má segja að sprenging sé í notkun á gervigreind í hvers konar stórum og smáum verkefnum. Eitt magnaðasta dæmið um hagnýtingu á gervigreind var verðlaunað með Nóbelsverðlaunum á síðasta ári, þegar Demis Hassabis og John Jumper deildu Nóbelsverðlaunum í efnafræði fyrir gervigreindarkerfi sitt, Alphafold2, sem spáir rétt fyrir um þrívíddarbyggingu prótína út frá amínósýruröð þeirra. Þetta samband, það er að segja hvernig amínósýrur í prótíni ræður byggingu þess, er nokkuð sem vísindamenn höfðu rannsakað í áratugi án þess að komast til botns í því að geta spáð fyrir um nákvæma heildarbyggingu prótína. Það dæmi sýnir að gervigreind getur sannarlega leyst flókin alvöru viðfangsefni, jafnvel ráðgátur sem ekki hefur tekist að leysa með öðrum hætti. Prótínbyggingar eru viðfangsefni sem hentar gervigreindinni sérdeilis vel. Um er að ræða samanburð á fjölda náskyldra mynstra og til er mikill fjölda dæma sem kerfið gat æft sig á og lært af. En getur gervigreind sýnt frjóa hugsun? Þetta er nokkuð sem einkaleyfayfirvöld hafa þurft að kljást við, en á undanförnum árum hefur verið reynt að sækja um einkaleyfi fyrir uppfinningar sem gervigreind er sögð hafa fundið upp. Einkaleyfi hafa almennt ekki fengist samþykkt fyrir slíkar meintar uppfinningar. Evrópska einkaleyfastofan, sem Ísland er aðili að, hefur kveðið upp á tveimur stjórnsýslustigum að á umsókn um einkaleyfi þurfi að tilgreina einstakling sem uppfinningamann og að vél geti ekki talist uppfinningamaður. En gervigreind getur vissulega gagnast sem verkfæri í höndum uppfinningamanns til að fullgera uppfinningu. Til að uppfinningin teljist einkaleyfishæf þarf að vera hægt að sýna fram á að uppfinning sé bæði ný og frumleg - ekki augljós fagmanni. Ef uppfinningin veltur á úrlausn gervigreindar á tilteknu vandamáli, án þess að sá sem leggur vandamálið fyrir gervigreindina þurfi að beita sérstöku og frumlegu hugviti, er líklega ekki um uppfinningu að ræða heldur einfaldlega beitingu á verkfæri sem stendur öllum til boða. Þannig getur reynst vandasamt að vernda hagnýtingu gervigreindar í praktískum verkefnum. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti sambærilegar og þegar reynt er að fá einkaleyfavernd á ýmiskonar úrlausnum með aðstoð tölvu, þegar tölvan sem slík er ekki að leysa tæknileg viðfangsefni með nýjum og frumlegum hætti. Slíkar lausnir eru almennt séð ekki einkaleyfishæfar, jafnvel þó svo það teljist nýtt og jafnvel frumlegt að nota tölvu til að leysa umrætt verkefni ef verkefnið telst ekki tæknilegt í skilningi einkaleyfalaga. Þannig er vinsælt í dag að þróa ný smáforrit (öpp) til að leysa ýmiskonar verkefni sem geta verið bráðsnjöll en teljast ekki tæknilegar uppfinningar í skilningi einkaleyfalaga heldur eru frekar viðskiptalegs eðlis. Segjum til dæmis að einhver væri fyrstur til að stinga uppá kerfi þar sem íbúðareigendur gætu skráð íbúðir sínar og leigt út í skammtímaleigu eða boðið í húsaskipti, þá er slík lausn talin viðskiptalegs eðlis og/eða miðlun eða framsetning upplýsinga, en ekki tæknileg uppfinning í skilningi einkaleyfalaga. Þetta þýðir samt ekki að það sé útilokað að verja með einkaleyfi ný forrit og öpp en til þess að það sé hægt þarf að sýna að forritið sé að gera eitthvað með tæknilega nýjum og frumlegum hætti. Íslensk fyrirtæki geta þannig varið með einkaleyfum nýja og frumlega notkun tölvutækni og mörg einkaleyfi hafa fengist á því sviði. Gervigreind er nú þegar komin inn með ýmsum hætti í lausnir íslenskra tölvufyrirtækja og á vafalítið eftir að spila enn stærri rullu. Það þarf að skoða vel í hverju tilviki hvernig best megi verja nýsköpun sem felst í slíkum lausnum og þar munu einkaleyfi áfram vera mikilvæg til að tryggja eignarétt á nýju og frumlegu hugviti. Höfundur er evrópskur einkaleyfasérfræðingur og meðeigandi hjá Árnason Faktor.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun