„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2025 14:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira