Fótbolti

Sjáðu: Glæsi­legt sigur­mark Jóhanns Bergs gegn Ron­aldo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg er lykilmaður í liði Al Orobah.
Jóhann Berg er lykilmaður í liði Al Orobah. al orobah

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hreint út sagt frábært mark þegar lið hans Al Orubah vann frægkinn 2-1 sigur á Cristiano Ronaldo og félögum í efstu deild Sádi-Arabíu.

Al Nassr er með sterkari liðum deildarinnar og eitt fjögurra sem er styrkt af ríkisstjórn Sádi-Arabíu. Sigurinn kom því á óvart og það skemmdi ekki fyrir að sigurmarkið var í glæsilegri kantinum.

Staðan var jöfn 1-1 þegar Omar Al Somah tók heldur klaufalega við boltanum en það kom ekki að sök. Jóhann Berg kom á ferðinni, tók tvær snertingar áður en hann lét vaða góða 20 metra frá marki að minnsta kosti.

Skotið var frábært og söng í netinu. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins.

Eftir sigurinn er Al Orubah með 26 stig í 11. sæti eftir 23 leiki. Al Nassr er með 47 sti gí 3. sæti, níu stigum á eftir toppliði Al Ittihad.

Hinn 34 ára gamli Jóhann Berg hefur leikið 99 A-landsleiki og gæti því náð þeim hundraðasta þegar Ísland mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar síðar í mánuðinum. Hann hefur nú skorað 3 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 19 leikjum í Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×