„Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 17:05 Benóný Breki fagnar með liðsfélögum sínum. Stockport County Framherjinn Benóný Breki Andrésson er kominn á blað í ensku C-deildinni. Hann kom inn af bekknum og skoraði bæði mörk Stockport County í 2-1 sigri á Blackpool. Miðvörðurinn Hjörtur Hermannsson var einnig á skotskónum í Grikklandi. Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni. Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Benóný Breki gekk í raðir Stockport eftir frábært tímabil með KR á síðustu leiktíð. Hann kom við sögu í bikarleik gegn Crystal Palace en hafði annars aðeins spilað 22 mínútur í deildinni þegar kom að leik dagsins. Framherjinn efnilegi hóf leik á bekknum en var sendur inn í hálfleik eftir að Ashley Fletcher, fyrrverandi leikmaður Manchester United, West Ham United, Middlesbrough, Watford og New York Red Bulls, hafði komið gestunum yfir. Það tók Benóný Breka aðeins tvær mínútur að jafna metin. Hann skoraði svo sigurmarkið þegar tæpar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-1 Stockport í vil sem er nú með 57 stig í 5. sæti að loknum 33 leikjum. Edgeley Park has a new hero, and his name is Benoný Breki Andrésson 😍#StockportCounty pic.twitter.com/Jos07L0N93— Stockport County (@StockportCounty) March 1, 2025 Efstu tvö lið C-deildarinnar fara beint upp í B-deildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í B-deild. Í Grikklandi skoraði Hjörtur Hermannsson eina mark Volos þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Aris í efstu deildinni þar í landi. Mark Hjartar kom á 71. mínútu eftir að gestirnir höfðu komist yfir. Volos er með 22 stig í 12. sæti af 14 liðum eftir 25 leiki. Aðeins einn leikur er eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Þá fara liðin í 9. til 14. sæti í umspil um hvaða lið falla úr deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Gríski boltinn Tengdar fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham City sem vann 1-0 sigur á Wycombe Wanderers í toppslag í ensku C-deildinni í dag. 1. mars 2025 14:45