Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2025 12:32 DeAndre Kane og Michael Craion hafa sett svip sinn á íslenskan körfubolta. vísir/hulda margrét DeAndre Kane átti frábæran leik þegar Grindavík sigraði Keflavík, 101-91, á föstudaginn. Pavel Ermolinskij líkti honum við gamlan samherja sinn úr KR. Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Kane skoraði 27 stig, tók tíu fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum í leiknum í Smáranum. Hann var með 37 framlagsstig, flest allra á vellinum. Kane hefur spilað stórvel á tímabilinu, sérstaklega eftir að félagi hans, Jeremy Pargo, gekk í raðir Grindavíkur. „Hann er búinn að vera virkilega flottur í vetur. Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum, síðan að félagi hans kom - hversu tengt sem það er, maður veit ekkert um það - hefur verið ótrúlega góð, frábær,“ sagði Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi í gær. „Ég veit ekki hver tölfræðin hjá honum var í þessum leik en náunginn er að toga liðið áfram. Hann ber það ekki á herðum sér en hann togar alla áfram með sér á þann hátt að það þurfa allir að spila á ákveðnum hraða, ákveðinni baráttu. Hann setur svo háan standard fyrir alla liðsfélaga sína.“ Finnur strax fyrir hvað menn standa Áhrifin sem Kane hefur minna Pavel á áhrifin sem Michael Craion hafði meðan þeir léku saman með KR. „Þetta er einstakur leikmaður að því tillitinu til. Ég hef alltaf sagt að hann minnir mig á gamla félaga minn, Mike Craion. Þeir búa yfir mjög svipuðum karakterseinkennum. Ég get ekki talað nógu vel um DeAndre Kane sérstaklega,“ sagði Pavel en lét þess þó getið að Kane og Craion væru gerólíkir persónuleikar. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um DeAndre Kane „Þeir eru svart og hvítt karakterslega en inni í þeim, hvernig þeir báru sig og hugsa,“ sagði Pavel og barði sér á brjóst. „Maður finnur það strax á leikmönnum fyrir hvað þeir standa og þessir tveir leikmenn vildu bara vinna. Svo voru þeir líka mjög góðir í körfubolta.“ Kane og félagar í Grindavík eru í 6. sæti Bónus deildarinnar með tuttugu stig þegar þremur umferðum er ólokið. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41 Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
„Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ DeAndre Kane átti frábæran leik fyrir Grindvíkinga í 101-91 sigri á Keflavík í Smáranum í kvöld. Kane var magnaður á báðum endum vallarins og hann viðurkenndi í viðtali eftir leik að leikir gegn Keflavík skiptu meira máli en aðrir leikir. 28. febrúar 2025 21:41