Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. mars 2025 08:31 Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun