Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar 3. mars 2025 07:45 Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú í mars kýs félagsfólk stærsta stéttarfélags landsins VR, sér nýja forystu. Þrír karlar og ein kona sækjast þar eftir formannsembætti. Ekki get ég sagt að kynni mín af flestum frambjóðendum séu mikil. Komum inn á það síðar. Fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir hvað við félagsmenn teljum að VR, félagið okkar standi og eigi að standa fyrir. Við nafnabreytingu á félaginu fyrir nokkrum árum stóð VR fyrir Virðing og Réttlæti. Þessi tvö orð, er það sem við félagsmenn, já og væntanlega landsmenn allir, erum sammála um að sé grundvöllur samfélags okkar. Virðing fyrir okkur sem þegnum þessa lands og að okkur sé sýnt réttlæti í hvívetna. Til þess að minna ráðamenn á þessi orð, höfum við m.a. félög launafólks í landinu. Það að varpa byrðinni af efnhagsóförum í landinu á lántakendur og eldra fólk ber vott um skort á virðingu og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla að réttlæti skortir, fólki er mismunað herfilega. Starfsemi VR þjónar fólki á ólíkum aldri og með mismunandi þarfir. En þegar horft er á málin þá snerta flest baráttumálin okkur beint eða óbeint, óháð aldri. Ekkja eða ekkill sem hefur haft skertar lífeyristekjur allt frá hruni á ekki mikið ef nokkuð afgangs til að styrkja afkomendur við íbúðarkaup. Foreldrar sem þurfa að vinna langan vinnudag og komast ekki frá þegar leikskólinn lokar vegna manneklu verða að hafa bakland í ömmu og afa. Ömmu og afa sem kannski nýverið hafa hafið töku lífeyris og uppgötva hvað fallið er mikið í launum – áhyggjulausa ævikvöldið er ekki alveg eins og það ímyndaði sér. Íbúðin sem þau ætluðu að kaupa sér á því verði sem þau fengju fyrir fjölskylduhúsið dugir vart til kaupa á íbúð í fjölbýli. Eða að ekki finnst húsnæði við hæfi þar sem fasteignafélög hafa keypt upp allar íbúðir í heilu stigagöngunum og ætla með eignirnar í útleigu og innheimta himinháa leigu til að standa undir kostnaði vegna lántöku og arði til hluthafa. Svo ekki sé talað um þau himinháu laun og hlunnindi sem forsvarsmenn þessara félaga skammta sér undir liðnum „starfskjarastefna“ á aðalfundi. Mörg þessara félaga starfa að tilstuðlan lífeyrissjóðanna (okkar). Sem betur fer hefur flest launafólk haft fyrirhyggju fyrir eftirlaunaárunum. Margir uppskera vel með séreignarsparnaði sínum. Mikil kjarabót sem komst á með samningum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds. Ástæða er til að hvetja öll til að nýta sér sparnað til séreignar og fá þannig kjarabót sem nýtist síðar á lífsleiðinni eða við greiðslu íbúðar. Hér eru upptalin nokkur atriði sem varðar okkur öll í landinu á öllum aldri. Atriði sem hvetja okkur til að halda nýrri ríkis- og borgarstjórn við efnið. Bera virðingu fyrir okkur þegnunum. Látum vinnubrögðin í kringum „græna gímaldið“ verða okkur öllum víti til varnaðar – hvernig ekki eigi að koma fram íbúa borgarinnar eða landsins alls. Náum fram réttlæti við íbúðabyggingar með breyttum vinnubrögðum. Það að braska með lóðir þannig að sumir græða er ekki réttlát ráðstöfun af hálfu nokkurs sveitarfélags. Skortur á virðingu gagnvart þeim sem eldri eru og fá skertar „bætur“ frá almannatryggingum verður að taka á hið fyrsta. Á þetta þurfum við að minna á. Auðvitað getum við í „hendur falið honum“ og látið verkalýðsforystunni það eftir að fylgjast með og halda „stjórnum“ landsins við efnið. En við erum sterkari saman þó hagur hvers um sig sé undir viðkomandi kominn, þó verðum við að viðurkenna að við treystum öðrum allt of mikið fyrir okkar hag. Þá er eins gott að þau sem við treystum fyrir kjörum okkar og félagslegri stöðu standi undir kröfum okkar, já og standi við kröfur okkar. Framundan eru kosningar í stærsta stéttarfélagi landsins VR. Í framboði til formanns eru fjórir einstaklingar. Einn af þeim er Halla Gunnarsdóttir starfandi formaður félagsins. Tryggjum Höllu góða kosningu og bætum Höllu í frábæran hóp íslenskra forystukvenna, sem formaður stærsta stéttarfélags landsins VR. Höfundur er formaður öldungaráðs VR.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar