Körfubolti

Ó­metan­leg vin­átta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“

Aron Guðmundsson skrifar
Vinátta íslensku landsliðsmannanna Martins Hermannssonar og Elvars Más Friðrikssonar er löng og traust
Vinátta íslensku landsliðsmannanna Martins Hermannssonar og Elvars Más Friðrikssonar er löng og traust Vísir/Samsett mynd

Martin Her­mannsson­ og Elvar Már Friðriks­son leika stórt hlut­verk í ís­lenska lands­liðinu í körfu­bolta sem liðs­félagar en vinátta þeirra nær út fyrir körfu­bolta­völlinn.

Frækinn sigur Ís­lands á Tyrk­landi hér heima á sunnu­daginn fyrir rétt rúmri viku síðan tryggði EM sætið og ljóst fljót­lega eftir leik hversu mikilvæg stundin var leik­mönnum liðsins, Martin og Elvari, sem deila vináttu­böndum frá barnæsku sinni. Faðm­lagið inni­legt hjá tveimur af okkar bestu körfu­bolta­mönnum.

„Þetta er ómetan­legt. Hann er minn allra besti vinur, við ólumst upp saman,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Ég veit ekki hversu margar rútu­ferðir maður tók til Njarðvíkur til að hitta hann yfir helgi að gista og öfugt. Við tölum saman dag­lega, hjálpumst að með allt. Á sumrin erum við saman með börnin okkar, leyfum þeim að kynnast líka. Ómetan­leg vinátta.“

„Að gera þetta með þínum besta vini og sjá hann skína í þessu hlut­verki. Það er búið að naga mig að innan að geta ekki verið með þeim í mörgum af þessum leikjum. Þá er hann búinn að stíga upp og leiða þetta lið. Það er svo ógeðs­lega gaman að spila með honum. Mig vantar ein­hver lýsingar­orð. Að gera þetta með Elvari er sér­stakt. Við munum lifa á þessu vel og lengi.“


Tengdar fréttir

Lík­legast að Ís­land mæti Doncic á EM og spili í Póllandi

Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic.

Óvænt lausn á erfið­leikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“

Ís­lenski landsliðsmaðurinn Martin Her­manns­son, leik­maður Alba Berlin, gæti hafa fundið mjög svo óvænta lausn á meiðslum sem hafa verið að plaga hann að undan­förnu. Með því að skipta um körfu­bolta­skó hefur hann ekki fundið til í margar vikur en málið er þar með ekki svo auðveldlega úr sögunni.

Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja

Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er.

Martin: „Fór rosa­lega fyrir brjóstið á mér að heyra það“

Martin Her­manns­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að lands­liðið tryggði sæti sitt á EM með skemmti­legustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór um­ræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum.

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur

Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Uppgjörið: Ís­land - Tyrk­land 83-71 | Ís­land tryggði sér sæti á EM

Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×