Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar 4. mars 2025 07:32 Í þessari viku ganga VR-ingar að kjörborðinu og velja sér forystu til næstu fjögurra ára. Að vísu þarf enginn að ganga neitt, enda er kosningin rafræn og því afar auðvelt að taka þátt! Ég hef verið félagi í VR í áratugi og verið virk í starfi félagsins, bæði sem trúnaðarmaður á mínum vinnustað og sem meðlimur í trúnaðarráði. Ég get því vottað að sú orka sem Halla Gunnarsdóttir hefur komið með inn í félagið er bæði eftirtektar- og aðdáunarverð. Hún hefur látið til sín taka í stórum málum sem smáum og það vafðist ekki fyrir henni að kasta öllu sínu til hliðar til að taka við embætti formanns þegar forveri hennar tók sæti á Alþingi. Nú, aðeins örfáum mánuðum síðar, stendur hún frammi fyrir kosningu um embættið og mér finnst rétt að hvetja alla VR félaga til að veita henni brautargengi. Halla stýrir fundum trúnaðarráðs bæði á mjög lýðræðislegan hátt og af miklum léttleika. Hún er lausnamiðuð og augljóst að hún hefur ekki mikið þol fyrir málalengingum og veseni. Hún hefur ítrekað sýnt að hún brennur fyrir hagsmunum VR-félaga og mun leggja sig alla fram í baráttunni fyrir okkar kjörum, ásamt því að standa vörð um og efla þjónustu félagsins. Ég treysti Höllu 100% til að leiða VR og hvet alla félaga til að gefa henni sitt atkvæði! Áfram Halla og áfram VR! Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku ganga VR-ingar að kjörborðinu og velja sér forystu til næstu fjögurra ára. Að vísu þarf enginn að ganga neitt, enda er kosningin rafræn og því afar auðvelt að taka þátt! Ég hef verið félagi í VR í áratugi og verið virk í starfi félagsins, bæði sem trúnaðarmaður á mínum vinnustað og sem meðlimur í trúnaðarráði. Ég get því vottað að sú orka sem Halla Gunnarsdóttir hefur komið með inn í félagið er bæði eftirtektar- og aðdáunarverð. Hún hefur látið til sín taka í stórum málum sem smáum og það vafðist ekki fyrir henni að kasta öllu sínu til hliðar til að taka við embætti formanns þegar forveri hennar tók sæti á Alþingi. Nú, aðeins örfáum mánuðum síðar, stendur hún frammi fyrir kosningu um embættið og mér finnst rétt að hvetja alla VR félaga til að veita henni brautargengi. Halla stýrir fundum trúnaðarráðs bæði á mjög lýðræðislegan hátt og af miklum léttleika. Hún er lausnamiðuð og augljóst að hún hefur ekki mikið þol fyrir málalengingum og veseni. Hún hefur ítrekað sýnt að hún brennur fyrir hagsmunum VR-félaga og mun leggja sig alla fram í baráttunni fyrir okkar kjörum, ásamt því að standa vörð um og efla þjónustu félagsins. Ég treysti Höllu 100% til að leiða VR og hvet alla félaga til að gefa henni sitt atkvæði! Áfram Halla og áfram VR! Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar