Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 12:00 Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Máltækni Gervigreind Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar