Innlent

Sam­fylkingin eykur fylgið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Það var stuð og stemning á kosningavöku Samfylkingarinnar.
Það var stuð og stemning á kosningavöku Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink

Samfylkingin mælist enn með mesta fylgið samkvæmt þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentum á milli mánaða.

Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn prýðir annað sætið með 21,5 prósenta fylgi og eykur þar aðeins við sig milli mánaða. RÚV greinir frá.

Vinstri grænir mælast enn með lægsta fylgið en fara þá úr 2,1 prósentum í 3,1 prósent.

Píratar mælast þá með 3,6 prósenta fylgi og Sósíalistar með 6,2 prósent sem er helmingi meira en þeir hlutu í Alþingiskosningunum 2024. Ef kosið yrði í dag fengju sósíalistar fjóra þingmenn á þing.

Framsóknarflokkurinn dalar með 6,3 prósenta fylgi og sömuleiðis Flokkur fólksins sem hlaut 10,6 prósenta fylgi í lok janúar og 13,8 prósenta fylgi í Alþingiskosningunum en mælist nú með 8,3 prósent.

Viðreisn fer úr 16,2 prósenta fylgi í 14,1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×