Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Lovísa Arnardóttir skrifar 4. mars 2025 11:32 Samkaup var sektað vegna auglýsinga inni í verslunum Krambúðarinnar og á samfélagsmiðlum þeirra. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki vegna auglýsinga fyrirtækjanna á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Fyrirtækin eru Samkaup, Zolo og dætur og Skýjaborgir. Fyrstu tvö voru sektuð um 300 þúsund krónur en Skýjaborgir um 200 þúsund. Öllum fyrirtækjunum hefur verið bannað að auglýsa sig með þeim hætti sem fjallað er um í ákvörðununum. Í tilkynningu frá Neytendastofu um ákvarðanir þeirra kemur fram að Neytendastofa hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Stofnunin hafi í þessari skoðun lagt sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Í öllum þremur ákvörðunum kemur fram að óheimilt sé að auglýsa vörurnar og það eigi við um samfélagsmiðla líka. Þá bendir Neytendastofa á að túlka beri hugtakið auglýsing rúmt og undir það falli til dæmis myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar. Það eigi auk þess við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna á samfélagsmiðlum eða ekki. Þá lagði stofnunin jafnframt í skoðun sinni áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslun verði að vera hlutlausar. Sé gengið lengra telst það brjóta gegn auglýsingabanni, til dæmis ef birtar eru ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Neytendastofa mat það sömuleiðis í ákvörðunum sínum að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi megi vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum. Mynd af dósum sem líktist dósum fyrir nikótínpúða Í ákvörðun Neytendastofu um Samkaup kemur fram að inni í verslunum Krambúðanna hefði mátt finna mynd sem líktist dósum fyrir nikótínpúða þar sem fram kæmi að verð á stykki væri 799 krónur en lækkað verð væri 699 krónur ef keyptar væru fimm dósir. Þá kom einnig fram að á samfélagsmiðlum félagsins mætti finna sams konar myndir. Samkaup benti á að á myndinni væri hvergi að finna tilvísun til þess að um nikótínvörur væri að ræða, né sýndi hún neyslu eða aðra meðferð á nikótínvörum. Þá mætti ekki sjá nein vörumerki á myndinni eða hún sett fram í því skyni að auglýsa ákveðna vöru. Óljóst væri á myndinni hvaða vöru væri verið að vísa til. Neytendastofa vildi ekki taka þessar skýringar gildar og segir í ákvörðun þeirra að þau telji brot Samkaupa alvarleg og stríða gegn góðum viðskiptaháttum sem varði ávanabindandi vörur og kunni að hafa áhrif á heilsu notenda. Því lagði stofnunin 300 þúsund króna stjórnvaldssekt á Samkaup. Hvað varðar Zolo og dætur gerði Neytendastofa athugasemdir við bæði merkingar utan á versluninni og gildishlaðnar auglýsingar þeirra á samfélagsmiðlum. Utan á versluninni hafi staðið „vape shop“ og „vape snus“ auk þess sem mætti sjá auglýsingaskilti með mynd af rafrettum. Sögðust hafa gert breytingar Fram kemur í ákvörðuninni að við meðferð málsins hafi fyrirtækið tilkynnt Neytendastofu að þau hefðu gert breytingar á markaðssetningu á samfélagsmiðlum og fjarlægt merkingar. Á síðari stigum málsins hafi þó komið í ljós að engar breytingar hafi verið gerðar. Neytendastofa taldi brot fyrirtækisins alvarleg og sektaði þau um 300 þúsund krónur. Skýjaborgir fengu lægri sekt en hinir en brot þeirra vörðuðu einnig merkingar utan á verslun og gildishlaðnar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að fyrirtækið brást við, lokaði einum samfélagsmiðli sínum og fjarlægði ýmsar merkingar utan af verslun. Neytendur Nikótínpúðar Tóbak Rafrettur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í tilkynningu frá Neytendastofu um ákvarðanir þeirra kemur fram að Neytendastofa hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Stofnunin hafi í þessari skoðun lagt sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Í öllum þremur ákvörðunum kemur fram að óheimilt sé að auglýsa vörurnar og það eigi við um samfélagsmiðla líka. Þá bendir Neytendastofa á að túlka beri hugtakið auglýsing rúmt og undir það falli til dæmis myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar. Það eigi auk þess við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna á samfélagsmiðlum eða ekki. Þá lagði stofnunin jafnframt í skoðun sinni áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslun verði að vera hlutlausar. Sé gengið lengra telst það brjóta gegn auglýsingabanni, til dæmis ef birtar eru ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Neytendastofa mat það sömuleiðis í ákvörðunum sínum að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi megi vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum. Mynd af dósum sem líktist dósum fyrir nikótínpúða Í ákvörðun Neytendastofu um Samkaup kemur fram að inni í verslunum Krambúðanna hefði mátt finna mynd sem líktist dósum fyrir nikótínpúða þar sem fram kæmi að verð á stykki væri 799 krónur en lækkað verð væri 699 krónur ef keyptar væru fimm dósir. Þá kom einnig fram að á samfélagsmiðlum félagsins mætti finna sams konar myndir. Samkaup benti á að á myndinni væri hvergi að finna tilvísun til þess að um nikótínvörur væri að ræða, né sýndi hún neyslu eða aðra meðferð á nikótínvörum. Þá mætti ekki sjá nein vörumerki á myndinni eða hún sett fram í því skyni að auglýsa ákveðna vöru. Óljóst væri á myndinni hvaða vöru væri verið að vísa til. Neytendastofa vildi ekki taka þessar skýringar gildar og segir í ákvörðun þeirra að þau telji brot Samkaupa alvarleg og stríða gegn góðum viðskiptaháttum sem varði ávanabindandi vörur og kunni að hafa áhrif á heilsu notenda. Því lagði stofnunin 300 þúsund króna stjórnvaldssekt á Samkaup. Hvað varðar Zolo og dætur gerði Neytendastofa athugasemdir við bæði merkingar utan á versluninni og gildishlaðnar auglýsingar þeirra á samfélagsmiðlum. Utan á versluninni hafi staðið „vape shop“ og „vape snus“ auk þess sem mætti sjá auglýsingaskilti með mynd af rafrettum. Sögðust hafa gert breytingar Fram kemur í ákvörðuninni að við meðferð málsins hafi fyrirtækið tilkynnt Neytendastofu að þau hefðu gert breytingar á markaðssetningu á samfélagsmiðlum og fjarlægt merkingar. Á síðari stigum málsins hafi þó komið í ljós að engar breytingar hafi verið gerðar. Neytendastofa taldi brot fyrirtækisins alvarleg og sektaði þau um 300 þúsund krónur. Skýjaborgir fengu lægri sekt en hinir en brot þeirra vörðuðu einnig merkingar utan á verslun og gildishlaðnar auglýsingar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu að fyrirtækið brást við, lokaði einum samfélagsmiðli sínum og fjarlægði ýmsar merkingar utan af verslun.
Neytendur Nikótínpúðar Tóbak Rafrettur Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira